fbpx

SVART Á HVÍTU ♥ HRING EFTIR HRING

Íslensk hönnun

Kæru lesendur,

Október er afmælismánuður Svart á Hvítu, jú það eru komin 4 ár síðan að fyrsta færslan birtist og mig langar virkilega til að þakka lesendum mínum fyrir að hafa fylgst með allan þennan tíma. Sumir hafa fylgst með frá degi eitt á meðan aðrir voru kannski að uppgötva bloggið í gær. Hverja helgi í októbermánuði ætla ég því að gefa einum heppnum lesenda æðislega gjöf.

Gjafirnar munu eiga það sameiginlegt að það verður vara sem ég persónulega er mjög hrifin af og jafnvel elska, því ég vil jú ekki gefa ykkur neitt drasl. Fyrsta gjöfin verður heldur vegleg, en það er mjög sérstakt hálsmen frá hinni yndislegu Steinunni Völu hjá Hring eftir Hring. 

Þetta er fyrsta eintakið af nýrri gerð af fallegu Pirouette hálsmenunum sem þið mörg kannist eflaust við. Það sem er sérstakt við hálsmenið er að það er ákveðin andstæða við litadýrðina sem hin Pirouette hálsmenin eru, þetta er jú svart og heitir því fallega nafni, COAL.  Hálsfestin snýst þó líka um litasamsetningu því í festinni eru margir ólíkir svartir tónar og áferðir, í það minnsta fimm ólíkir svartir litir, blandaðir og raðað upp af kostgæfni. Trékúlurnar í Coal eða Kola festinni voru svo brenndar þannig að þær eru sannarlega með kola áferð.

dTfJovlZlxBjRku2Us4Nnuq2dE0I8AnwuquADpjs3-A,iOxS3nyPzcYc-f7f2fiSc-JBDQA3qNfqCdancfQ2cMEp2plhqtsWvn5-AqCm1Ov5sCrAy6nCUyITlcu3b0g4As,1D0sL8alc1IgWIUdixNF8h0vdCz-WUIIvrZB8siADTEfasfas62iNXKTvtNGqTMe3VtdE101vY783DwIFB8ETJkLggAQMsWKtN_qWvxNvdqYSXKfIcRjHo62rracTJ2UBkP5BY,uOs7GJNmi_gpkH22Qj6nr7E91SZBmAD5vRYomXlH5oE

PIR-NEC-DOU-Coal-web  copy

Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir

Pirouette hálsmenin eru búin til undir áhrifum gamla sirkusins þar sem litadýrðin er allsráðandi og kragar notaðir til að kalla fram ólíka karaktera. Hugmyndin með hálsmenunum sem Steinunn Vala segist gjarnan hugsa um sem kraga, var sú að hálsmenið gæti farið yfir einfaldan margnota stuttermabol og gert hann að einhverju öðru, gert hann fínni og bætt við hann sögu og karakter. Það hentar líka við þröngan, sígildan kokteilkjól og gert hann að einhverju öðru! Alveg eins og gamli sirkusinn var sambland af fínum glitrandi heimi og þeim fátækari.

Hversu fallegt er þetta hálsmen!

Það sem þið þurfið að gera til að geta nælt ykkur í þetta einstaka hálsmen er að fara á Facebooksíðu Svart á Hvítu og smella á like-hnappinn, like-a þessa færslu og skilja svo eftir athugasemd hér að neðan (ekki nafnlaust komment).

Eigið svo góða helgi:)

*UPPFÆRT, dregið hefur verið úr leiknum. Fylgist með næstu leikjum sem verða allar helgar út októbermánuð. 

FIMM Á FÖSTUDEGI

Skrifa Innlegg

265 Skilaboð

  1. Dagný Erla Ómarsdóttir

    4. October 2013

    Til lukku með áfangann :) Virkilega gott blogg hjá þér og ekki skemmir fyrir að hálsmenið er mjög fallegt :)

  2. Hildur Hlöðversdóttir

    4. October 2013

    Afskaplega fallegt :) !

  3. Guðný Þórsteinsdóttir

    4. October 2013

    Alltaf skemmtilegt að lesa Trendnet bloggið! Þetta hálsmen er mjög fallegt og passar við allt!

  4. Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir

    4. October 2013

    Eitt af uppáhaldsbloggunum mínum! :)

  5. Donna Kristjana

    4. October 2013

    Hef alltaf mjog gaman af þvi að lesa bloggið þitt. Otrulegt að það seu komin 4 ar siðan þu byrjaðir.
    Til lukku með afangann <3

    Þetta er yndislega fallegt halsmen… væri draumur að eignast það.

  6. Anna Steina Finnsdóttir

    4. October 2013

    Vá enn frábært! Ég kynntist blogginu þínu hérna þegar trendnet fór í loftið og er búin að vera hooked síðan. Ég er mikill aðdáandi Hring eftir hring og fallegri íslenskri hönnun almennt. Það yrði mér svo mikill heiður ef ég myndi eignast svona fallegt hálsmen :)

  7. Tinna

    4. October 2013

    Æðislegt hálsmen! Ég væri sko til í eitt svona!

  8. Heiðrún María Magnúsdóttir

    4. October 2013

    Virkilega flott blogg! Finnst alltaf rosalega gaman að lesa færslurnar þínar :)

  9. Þórdís Halla Guðmundsdóttir

    4. October 2013

    Til hamingju með 4 bloggárin, er búin að vera að fylgjast með lengi enda æðislegur bloggari :)

  10. Kristín Bergsveinsdóttir

    4. October 2013

    Snilldar bloggar, hef mest gaman af bloggfærslum um heimilið þitt.

  11. Unnur Kristjáns

    4. October 2013

    Vá 4 ár! Til hamingju með það :)
    Ég slefa alltaf yfir Hring eftir hring þegar ég kíki í Kraum, draumaeign :)
    Vona að þú haldir áfram hið minnsta 4 ár í viðbót með bloggið

  12. Karitas Jónsdóttir

    4. October 2013

    Æðislegt blogg og fallegt hálsmen!

  13. Margrét Th.

    4. October 2013

    Vá! þetta hálsmen er fallegast af þeim öllum. Ég á armband, eyrnalokka og hring eftir hana, hún er algjör snillingur.

  14. Karólína Finnbjörnsdóttir

    4. October 2013

    Til hamingju með blogg-afmælið! Æðislegt hálsmen!

  15. Birta Sæmundsdóttir

    4. October 2013

    Svart á hvítu er eina bloggið sem ég get endalaust skoðað, love it! Til hamingju með árin 4 :)

  16. Sigrún Alda Ragnarsdóttir

    4. October 2013

    Æðislegt hálsmen, allt svo flott hjá hring eftir hring. Hef fylgst lengi með blogginu þínu, löngu áður en að það kom á trendnet. Væri svo sannarlega til í eitt svona fallegt hálsmen :)

  17. Ester Björk Magnúsdóttir

    4. October 2013

    Til hamingju með áfangann! :) Mér finnst bloggið þitt æði, búin að fylgjast með þér nánast frá upphafi :) keep up the good work!
    Þetta hálsmen en truflað! Casual og dressy ;)

  18. Karen Guðmunds

    4. October 2013

    Ég er búin að lesa bloggið þitt óralengi og er yfirleitt mitt fyrsta verk á morgnana að kíkja á það :) Hálsmenið hennar Steinunnar Völu er ótrúlega fallegt og hef ég lengi ætlað að fjárfesta í einu slíku hjá henni en verð vonandi svo heppin að verða “dregin út” núna :)

  19. Þorbjörg Þórhallsdóttir

    4. October 2013

    Skemmtilegt blog, fallegt hálsmen, góða helgi ;)

  20. emilia

    4. October 2013

    Væri alveg mjög sátt með að fá svona hálsmen til að hressa uppá hversdagslegan klæðnað og svo er það bara svo flott :D

  21. Steinunn Jónsdóttir

    4. October 2013

    Vá!! ég hefði sko ekkert á móti svona fíneríi!

  22. Sóley Davíðsdóttir

    4. October 2013

    Takk fyrir frábært blogg, er mjög reglulegur gestur hérna og sammála með vörurnar frá Steinunni, þær eru ótrúlega fallegar :)

  23. Kristín Valsdóttir

    4. October 2013

    Ótrúlega fallegt hálsmen sem og allar vörurnar frá Hring eftir hring! Til hamingju með árin fjögur og ég hlakka til að fylgjast áfram með blogginu þínu :)

  24. Berglind Rögnvalds

    4. October 2013

    vá fallegt, til lukku með 4 árin !

  25. Alma Rún Vignisdóttir

    4. October 2013

    Ég hef fylgst með þér í einhver ár núna, þú ert æðisleg. Hálsmenið er líka æðislegt :)

  26. Thelma Dögg

    4. October 2013

    Væri ekki leiðinlegt að eignast svona flott hàlsmein :)

  27. Sigrún

    4. October 2013

    Væri gaman að fá svona hálsmen. Takk fyrir bloggið þið

  28. Arna Hrund Aðalsteinsdóttir

    4. October 2013

    Takk fyrir skemmtilegt blogg og til hamingju með árin fjögur. Ég væri sko alveg til í eitt stykki svona hálsmen :)

  29. Sólveig María

    4. October 2013

    Elska bloggið þitt :) Til hamingju með áfangann!
    Væri alveg til í hálsmen frá Hring eftir hring, það hefur verið á óskalistanum lengi.

  30. Elín Búa

    4. October 2013

    Til lukku með árin 4 og vonandi heldur þú áfram með bloggið. Hálsmenið er geggjað, væri alveg til í að eignast það.

  31. Berta

    4. October 2013

    Til hamingju með 4 árin og áfram þú, bloggið þitt rokkar :)

  32. Agata Kristín

    4. October 2013

    Fallegt hálsmen og æðislegt blogg hjá þér :) Get ekki sagt annað en að áhuginn á hönnun hafi aukist til muna eftir að hafa byrjað að skoða. Verður gaman þegar maður hættir að vera námsmaður og splæsir í fullt af þessum fallegu hlutum. Er einnig að meta innblásturinn frá þér :)
    knús

  33. Aðalbjörg (Abba)

    4. October 2013

    Rosalega fallegt!! Til hamingju með bloggið þitt, alltaf svo gaman að lesa ;)

  34. Maríanna Pálsdóttir

    4. October 2013

    Æðislegt blogg alltaf hreint öll þessi árin! Gullfallegar vörurnar hjá Steinunni ;-)

  35. Unnur Helga

    4. October 2013

    Til lukku með bloggið !! :)

  36. Bergdís Inga

    4. October 2013

    Til hamingju með blogg afmælið! Þetta er ein af fáum bloggum sem ég filgist með og er þetta æðislegt hálsmen :) Ég hlakka til að fylgjast með þér :)

  37. Hildur

    4. October 2013

    Æðislegt hálsmen og skemmtilegt blogg;)
    Hildur

  38. Þórunn

    4. October 2013

    Ó jájájá!

  39. Hafdís Bjarnadóttir

    4. October 2013

    Til hamingju með afmælið – algjörlega uppáhaldsbloggið :)

  40. íris j

    4. October 2013

    Vá hvað mig langar í þetta hálsmen!

  41. Anna Pálína Kristjánsdóttir

    4. October 2013

    Flott blogg hjá þér, fylgist reglulega með því :)

  42. Ólöf Helgadóttir

    4. October 2013

    Yndis fallegt! Til hamingju með árin 4!

  43. Ásdís Jóhannesdóttir

    4. October 2013

    Æðislegt hálsmen og elska að lesa bloggið þitt :)

  44. Snjólaug Haraldsdóttir

    4. October 2013

    Flott síða og verulega flott hálsmen :)

  45. Helga Gísladóttir

    4. October 2013

    alltaf jafn gaman að lesa bloggin frá þér, og þetta er æðislegt hálsmen :-)

  46. Sunna Dögg Þorsteinsdóttir

    4. October 2013

    Þetta er rosalega flott hálsmen :)

  47. Bergþóra Góa Kvaran

    4. October 2013

    ó þetta er allt of fallegt! og þessar myndir!

  48. Hildur María

    4. October 2013

    Til hamingju! :)

  49. Lára Sif

    4. October 2013

    Svartahvitu veitir mér innblástur daglega!

  50. Fanney Elsa Hólmgeirsdóttir

    4. October 2013

    Skemmtilegt blogg sem ég hef skoðað lengi. Hring eftir hring skartgripirnir eru í miklu uppáhaldi!!

  51. Vilborg

    4. October 2013

    Takk fyrir skemmtilegt blogg og til lukku með 4 àra afmælið :)

  52. Guðrún

    4. October 2013

    ó svo fallegt og takk fyrir dásamlegt blogg!

  53. Silja M Stefáns

    4. October 2013

    Til hamingju með afmælið – mikið ótrúlega hafa þessi 4 ár liðið hratt!! Og alltaf jafn gaman að lesa :)

  54. Elín Bríta

    4. October 2013

    Æðislega fallegt og stílhreint hálsmen! má svo sannarlega bæta þessu í safnið <3

  55. Snædís Hjartardóttir

    4. October 2013

    Elsku Svart á hvítu þú dásamlega blogg, er búin að fylgjast með þér lengi lengi og ég verð alltaf jafn spennt þegar ég opna trendnet og sé að þú ert búin blogga nýtt blogg. Hálsmenið er dásamlega fallegt og svarti liturinn er trylltur xx

  56. Þórunn Þórarins

    4. October 2013

    Sjúkt hálsmen! Til hamingju með árin 4, búin að fylgjast með þér allan tímann :)

  57. Arna Óttarsdóttir

    5. October 2013

    Æðislegt hálsmen og til hamingju með áfangann!
    Búin að lesa bloggið þitt í mörg ár áður en það byrjaði á trendnet og elska það! :)

  58. Sigríður Ágústa

    5. October 2013

    Innilega til hamingju með árin 4 :) alltaf svo gaman að skoða bloggið þitt. Það er eitthvað svo ekta, ástríða þín á hönnun og fallegum hlutum skín í gegn til okkar lesenda :)

  59. Berglind

    5. October 2013

    Vá en ótrúlega fallegt hálsmen! Til hamingju með árin fjögur, bloggið þitt hefur verið fyrsta stoppið mitt í daglegum bloggrúnti alveg síðan ég uppgötvaði það ég held það hafi verið vorið 2010!

  60. Elín Ósk Hjartardóttir

    5. October 2013

    Yndislegt. :) Til hamingju.

  61. Arna

    5. October 2013

    Takk fyrir frábært blogg, kem hingað á hverjum degi! Þetta hálsmen er alveg geggjað :)

  62. Þórhildur Jóhannesdóttir

    5. October 2013

    Skemmtilegt blogg og fallegt hálsmen :)

  63. Arna Kristins

    5. October 2013

    Til hamingju með afmælið, alltaf jafn skemmtilegt að lesa færslurnar þínar :) Væri sko alveg til í svona svart hálsmen, smellpassar fyrir veturinn!

  64. Erla Björk

    5. October 2013

    Ég fylgist með óendanlega mörgum bloggum, flestum erlendum en þitt fylgir alltaf með enda mjög flott og hálsmenið líka!

  65. Margrét Arna

    5. October 2013

    Einn af uppáhalds bloggurunum mínum. Til hamingju með árin 4.

  66. Bogga

    5. October 2013

    Ótrúlega skemmtilegt blogg, hef fylgst með nánast frá upphafi ;-)

  67. Jenný Halla Lárusdóttir

    5. October 2013

    Æðislegt blogg og æðislegt hálsmen. Er svo heppin að eiga eitt litríkt og nota það mikið – myndi elska að eiga eitt svart líka!

  68. Erna Þráins

    5. October 2013

    Búin að fylgjast með frá upphafi, alltaf jafn gaman að kíkja á bloggið og fá inspiration! (smiðnum á heimilinu oft til mikillar ánægju hehe…)

    Æðislegt hálsmen! Og til lukku með árin 4 :) hlakka til að fylgjast með áfram!

  69. Birna Þrastardóttir

    5. October 2013

    Elska bloggið þitt! Hef fylgst með þér í nokkur ár.
    Hefði alls ekkert á móti því að eiga svona hálsmen, guðdómlega fallegt og passar við allt.
    Til hamingju með afmælið!

  70. Dagný Björg

    5. October 2013

    Takk fyrir fyrirmyndarblogg! Ótrúlegt hve tímininn líður, til hamingju með àrin fjögur! Þetta hàlsmen er einstaklega fallegt. Ég myndi ekki slà höndinni à móti einu slíku.

    xx

    Dagný Björg

  71. Guðrún Vald.

    5. October 2013

    Til hamingju með árin fjögur, það er ekkert smá flott afrek að halda úti svona flottu bloggi í allan þennan tíma!
    Ég væri líka alveg til í þetta hálsmen! :)

  72. Ragnheiður Diljá Hrafnkelsdóttir

    5. October 2013

    Til hamingju með frábæra síðu :)) Þessi gjöf væri sko vel þegin utan um minn háls! :)

  73. Guðrún Erna

    5. October 2013

    Vá 4 ár, til hamingju og takk fyrir frábært blogg:) Ég er búin að fylgjast með þér frá upphafi og kem hingað á hverjum degi:) Klárlega mitt uppáhalds hönnunar blogg! -og já, þetta hálsmen er æði!

  74. Nína Björk

    5. October 2013

    Þetta er æðislegt hálsmen :) og til hamingju með bloggið, það er æði.

  75. Guðlaug Rut Þórsdóttir

    5. October 2013

    Til lukku með flott blogg :) Svo fallegt hálsmen sem ég væri alveg til í að eignast :)

  76. Sigríður Anna

    5. October 2013

    Takk fyrir skemmtilegt blogg! Kveðja frá Eindhoven :)

  77. Rakel

    5. October 2013

    bloggið er eitt af mínum uppáhalds :) og þetta er virkilega fallegt hálsmen!

  78. Jovana Stefánsdóttir

    5. October 2013

    Einstaklega falleg halsmen! Innilega til hamingju með áfangann :)

  79. Anna Signý Guðbjörnsdóttir

    5. October 2013

    Til hamingju með bloggafmælismánuðinn :) Ég elska skartið frá Hring eftir Hring og væri geðveikt til í þetta hálsmen!

  80. Unnur Ágústsdóttir

    5. October 2013

    Geggjað hálsmen – æðis blogg ;-)

  81. Kristín Erla Jónsdóttir

    5. October 2013

    Virkilega flott hálsmenn! til hamingju með síðuna ;)

  82. Selma Hauksdóttir

    5. October 2013

    Æðislegt blogg! Hef fylgst með frá upphafi og hef alltaf jafn gaman af :)

  83. Sigrún Ólafsdóttir

    5. October 2013

    Virkilega falleg hönnunn. Til hamingju með afmælið :)

  84. María Einarsdóttir

    5. October 2013

    Til lukku með daginn og Steinunn Vala er snillingur. :)

  85. Sonja Karen Marinósdóttir

    5. October 2013

    Frábær hönnun, gullfallegt men! Hamingjuóskir með 4 ára afmælið :)

  86. Anna Soffía

    5. October 2013

    Til hamingju með bloggið, ég er sko búin að kíkja á hverjum degi frá byrjun enda æðislega skemmtilegt blogg!
    Þetta hálsmen er ótrúlega fallegt og ég væri mega til í það!!

  87. Hildur Rut

    5. October 2013

    Dásamlegt blogg og dásamlegt hálsmen : )

  88. Áslaug Íris

    5. October 2013

    Til hamingju með bloggið, hef heimsótt það í langan tíma.
    Hálsmenin hennar Steinunnar Völu eru svo falleg og alveg sérstaklega flott svona svart.
    kv. Áslaug

  89. Ragnheiður Friðriksdóttir

    5. October 2013

    Til hamingju með 4 ára afmælið!
    Svakalega fínt hálsmen og svakalega væri gaman að eignast það :)

  90. Guðrún Lilja

    5. October 2013

    Eitt af go-to bloggunum á blogghringnum mínum. Til hamingju með árin fjögur.
    Þetta dökka hálsmen færi fölu húðinni minni vel :)

  91. Auður Páls

    5. October 2013

    Æðisleg hálsmen! og síðan þín er frábær….skoða hana reglulega :) Til hamingju með 4 ára afmælið!

  92. Sunna Guðný

    5. October 2013

    VÁ, hvað þetta er fínt! Er búin að langa í hálsmen frá henni lengi :)

  93. Jana Salóme

    5. October 2013

    Þvílík fegurð.

  94. Margrét Anna Magnúsdóttir

    5. October 2013

    Til hamingju með 4 ára áfangann :)
    Uppgötvaði bloggið þitt fyrst núna á trendnet og það er sko eitt af uppáhalds! Þú stendur þig vel.

  95. Karen Lind Óladóttir

    5. October 2013

    Já takk

  96. Bjarghildur

    5. October 2013

    Glæsileg hönnun og skemmtilegt blogg, alltaf gaman að fylgjast með ykkur á Trendnet :-)

  97. Freyja Ágústsdóttir

    5. October 2013

    Ekkert smá falleg hálsmen :)

  98. Þórunn Hannesdóttir

    5. October 2013

    Frábær árangur að halda svona skemmtilegu bloggi í svona mörg ár. Flott hálsmenin frá henni Steinunni. Hefði ekkert á móti einu slíku ;)

  99. Sirrý

    5. October 2013

    Takk fyrir yndislegt blogg! Mig hefur lengi langað í Pirouette hálsmen þau eru svo falleg :)

  100. Rakel Rún

    5. October 2013

    Til hamingju með afmælið, kíki hingað inn á hverjum degi :)

  101. Hrefna Björg

    5. October 2013

    Vá til hamingju með árin fjögur! Þetta blogg er sko eitt af mínum uppáhalds <3
    Þetta hálsmen er sko dásemd!

  102. Sigga Eggerts

    5. October 2013

    Virkilega fallegt hálsmen og takk fyrir einstaklega skemmtilegt blogg :)

  103. Sigríður Hulda Árnadóttir

    5. October 2013

    Það væri ekki amalegt að fá svona fína gjöf frá uppáhalds bloggaranum sínum!;)

  104. Hrund Valsdóttir

    5. October 2013

    Innilega til hamingju með árin fjögur!! :)
    Alltaf gaman að lesa Trendnet en ég geymi þig alltaf þar til í lokin, save the best for last ;)
    Skartgripir Steinunnar Völu eru æðislegir og þetta nýja hálsmen sko engin undantekning þar á!

  105. Íris N

    5. October 2013

    Finnst alltaf ótrúlega skemmtilrgt að skoða bloggið þitt, hef verið aðdáandi í nokkur ár. Gaman að fà hugmyndir og innblástur :)
    Væri alveg til í að eignast fínerí frá Hring eftir hring :)

  106. Sunna María Jónasdóttir

    5. October 2013

    Bloggið þitt er frábært og hef ég lesið það í nokkur ár, það er ósjaldan sem maður fær hugmyndir af einhverju sniðugu fyrir heimilið! :) Hálsmenið er ótrúlega fallegt og töff eins og allt annað sem kemur frá Hring eftir hring. :)

  107. Klara Steinarsdóttir

    5. October 2013

    Æðislegt!! Til hamingju með afmælisbloggiđ!

  108. Hrönn Ívarsdóttir

    5. October 2013

    Til hamingju með afmælið, uppáhaldsbloggið og geggjað hálsmen :)

  109. Habba

    5. October 2013

    Vá fínt! Til hamingju með bloggið :)

  110. Edith G Hansen

    5. October 2013

    Mikið óskaplega væri ég til í þetta fallega hálsmen. Takk fyrir frábæra síðu, kíki daglega til að sækja innblástur til að gera heimilið fallegt :)

  111. Margrét Ólöf Halldórsdóttir

    5. October 2013

    Glæsileg síða! Hluti af daglega bloggrúntnum mínum:) Það yrði rosa gaman að eignast svona fínt hálsmen :)

  112. Hugrún Lena Hansdóttir

    5. October 2013

    Alltaf gaman að lesa bloggið! Finnst þessi hálsmen mjög falleg:)

  113. Inga D

    5. October 2013

    Til lukku með fjögur ár af bloggi. Takk fyrir skemmtileg skrif í gegnum árin.

  114. Birna Sigurbjartsdóttir

    5. October 2013

    Bara flott! Til hamingju með árin – bloggin þín eru í miklu uppáhaldi ! :-)

  115. Elísa J.

    5. October 2013

    Æðisleg hálsmen. Takk fyrir frábæra síðu.

  116. Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir

    5. October 2013

    Ótrúlega skemmtilegt bloggið þitt og dásamlegt hálsmen, ég á eitt svona í sumarlitunum og væri því gaman að eignast eitt dekkra :-)

  117. Anna Karen Sigurðardóttir

    5. October 2013

    Mig hefur alltaf langað í svona hálsmen! Þetta er eina netsíðan um innanhúshönnun sem ég les þar sem ég er svo mikil blaðakona. Þá skemmir ekki fyrir að hafa þig í Hús&Híbýla liðinu líka :)

  118. Jóna María

    5. October 2013

    Algjör snilld!
    Gullfallegt hálsmen og bloggið þitt er eitt af uppáhalds bloggunum mínum, svo vonandi heldur þú áfram í 4 ár í viðbót :)

  119. Soffia

    5. October 2013

    Æðislegt, til hamingju með árin 4! :)

  120. Karen Konráðsdóttir

    5. October 2013

    Til hamingju ! :)

  121. Anna Sif

    5. October 2013

    Mjög skemmtilegt blogg hjá þér.
    Yndislegt hálsmen sem væri yndislegt að eiga :)

  122. Bjargey Ósk

    5. October 2013

    Ótrúlega falleg hálsmen og flott síða hjá þér – Alltaf jafnt spennt eftir nýjum bloggum hjá þér :)

  123. Jónína Guðrún Reynisdóttir

    5. October 2013

    Alltaf gaman að lesa bloggið þitt :)
    og já ég væri sko alveg til í að eignast þessa fallegu hálsfesti:)

  124. Brynhildur Kristín

    5. October 2013

    Til hamingju með fjögur árin Svana. Svart á Hvítu hefur verið lengi daglegur viðkomustaður á mínum “netrúnti”. Takk fyrir skemmtilegt blogg, er komin með ansi margar fallegar og skemmtilegar hugmyndir fyrir draumaheimilið í framtíðinni og vonandi eiga enn fleirri eftir að bætast við ;)

  125. Hildur Droplaug

    5. October 2013

    Til hamingju með árin 4! Virkilega fallegt hálsmen sem ég hefði ekkert á móti því að eiga :)

  126. Bergrún Björnsdóttir

    5. October 2013

    Flott hálsmenn og bloggsíðan ennþá betri :)

  127. Sif Heiða Guðmundsdóttir

    5. October 2013

    Ég hef einstaklega gaman af að fylgjast með blogginu þínu, og hef gert lengi. Alltaf jafn skemmtilegt að fá upplýsingar um hönnun í gegnum síðuna þína. Og talandi um hönnun, dásamlega skartið frá Hring eftir hring er einstakt og glæsilegt – og nýja festin er svo innilega margslungin og ævintýraleg.

  128. Eva Björk

    5. October 2013

    Til hamingju með árin 4 :)
    Þessar hálsfestar eru æðislegar, mjög vegleg og falleg gjöf sem er hægt að nota við nánast allt.

  129. Kristína Aðalsteins

    5. October 2013

    Ég gæti alveg hugsað mér svona fallegheit í svörtu….hendi hér með mínu nafni í pottinn ! Takk fyrir mig !

  130. Björk

    5. October 2013

    Hef verið dyggur lesandi frá byrjun, get alltaf treyst á innblástur fyrir íbúðina mína þegar ég kíki hingað inn :) Takk fyrir skemmtileg skrif síðustu 4 árin! xx B

  131. Anna Oddsdóttir

    5. October 2013

    Ég elska bloggið þitt og skoða það oft ef mig vantar inspiration. Áfram þú. Ps. hálsmenið er rosalega fallegt!

  132. María Erla Kjartansdóttir

    5. October 2013

    Til lukku með 4 árin! Fallegt hálsmen.

  133. Tinna Victorsdottir

    5. October 2013

    Mikid finnst mer þetta fallegar vőrur. En til hamingju.. er bara nyfarin ad kikja herna inn annad slagið. Frabaer siða hja ther. :)

  134. Ösp Jònsdòttir

    5. October 2013

    Til lukku með àfangann, mjög skemmtileg síða og fallegt hàlsmen

  135. Ástríður

    5. October 2013

    Ég er ekki mikið fyrir rosa skæra liti en þetta hálsmen finnst mér ofsalega fallegt.

    Til hamingju með árin 4 !

    B.kv.
    Ástríður

  136. Erla María Markúsdóttir

    5. October 2013

    Til hamingju með bloggárin fjögur. Bloggið þitt hefur veitt mér mikinn heimilis-innblástur og hefur einnig gefið mér margar góðar gjafahugmyndir. Elska það !

  137. Guðný

    5. October 2013

    Til hamingju með bloggafmælið. :) Það væri æði að vinna þetta fallega hálsmen.

  138. Agatha

    5. October 2013

    Takk fyrir skemmtilegt blogg og til lukku með árin 4!

  139. Helga Rúna Péturs

    5. October 2013

    En dásamleg festi. Væri ekki amalegt að eignast eina slíka. Ég les bloggið þitt nánast daglega. Haltu áfram að gleðja okkur með fallegum færslum að guðdómlegum hlutum.

  140. Valdís Ragna

    5. October 2013

    Takk fyrir æðislegt blogg, hefur átt fastan sess í daglega bloggrúntinum í mörg ár.

  141. Ása Regins

    5. October 2013

    Ég verð að vera með í þessu partýi – Hér er allt fjörið !! hahah.. og já, partýið er alltaf betra með Hring Eftir Hring :-)

  142. Karen

    5. October 2013

    Tillykke:) eitt af mínum uppáhaldsbloggum langa lengi og vona að þú hættir aldrei.

  143. Sunneva Guðjónsdóttir

    5. October 2013

    Uppáhalds bloggið mitt! Til hamingju með árin 4! :)

  144. Jórunn

    5. October 2013

    Takk fyrir bloggárin fjögur, búið að vera gaman að fylgjast með! Hálsmenið er undurfagurt, yrði ofsa glöð að eignast eitt slíkt.

  145. Fríða Guðný Birgisdóttir

    5. October 2013

    Skemmtilegt blogg :) Er að dýrka þessi hálsmen frá Hring eftir Hring!

  146. Sunna Þorsteinsdóttir

    5. October 2013

    Ég er búin að elska bloggið þitt í nokkur ár og vil óska þér til hamingju með “blogg afmælið :)”

  147. Sif Kjartansdóttir

    5. October 2013

    Virkilega fallegt hálsmen, ekki leiðinlegt að skarta íslenskri hönnun í útlöndum!

  148. Hildur Ásgeirs

    5. October 2013

    Mjög fallegt hálsmen, til lukku með áfangann!

  149. Elva Dögg

    5. October 2013

    Halló, halló! Já takk og til hammó með bloggammó ;)

  150. Sigríður Ösp Arnarsd.

    5. October 2013

    Til hamingju með árin 4 :)
    Þetta hálsmen er alveg to die for!!

  151. Íris Pedersen

    5. October 2013

    Búin að fylgjast með alveg frá því að ég frétti í kaffiboði hjá ömmu að þú værir búin að stofna síðuna Svartáhvítu :)) Rosa skemmtilegt !

  152. Halla Ýr

    5. October 2013

    Til hamingju með 4ra ára afmælið :)

  153. Rósa Þórunn Hannesdóttir

    5. October 2013

    Búin að fylgjast með blogginu nánast frá upphafi og það er ennþá í uppáhaldi! Til hamingju með árin fjögur og vonandi verða þau mikið fleiri :)

  154. Hugrún Ósk

    5. October 2013

    Skemmtilegasta og fallegasta bloggið hér :)

  155. Sigríður

    5. October 2013

    til hamingju!

  156. Helga Margrét Gunnarsdóttir

    5. October 2013

    Til hamingju með 4 árin, hef fylgst með frá upphafi :) Og æðisleg hálsfestin :)

  157. Elísabet H

    5. October 2013

    Frábært blogg hjá þér! Hef fylgst með frá upphafi og kíki hingað inn daglega (oft á dag). Til hamingju með 4 ára afmælið :o)

  158. Erla Guðrún

    5. October 2013

    Til hamingju með bloggafmælið, það þarf elju til að halda úti svona virku og skemmtilegu bloggi

  159. Sigrún Dögg

    5. October 2013

    skemmtileg síða og til hamingju með afmælið

  160. Elin Maria

    5. October 2013

    Æðislega flott! Til hamingju með áfangann.

  161. Hrönn Arnardóttir

    5. October 2013

    Til hamingju! Ég hef fylgst með sæta blogginu þínu í mörg ár, haltu áfram að veita okkur innblástur! :) Ég hef einnig fylgst með Hring eftir hring allt frá byrjun og eignaðist mína fyrstu (bleiku) leirblóm-eyrnalokka fyrir um fjórum árum síðan og langar mikið til að bæta í safnið. :)

  162. Helena Björk Val

    5. October 2013

    Til hamingju með 4 ára afmælið! Gæti alveg hugsað mér að eignast eitt svona hálsmen :)

  163. Helga Marie Þórsdóttir

    5. October 2013

    Æðislega flott hálsmen

  164. Steinunn Erla

    5. October 2013

    snilllllddd :):)

  165. Ingunn Þorvarðardóttir

    5. October 2013

    Til hamingju með árin fjögur ! Er bún að fylgjast lengi með og hef alltaf jafn gaman af – Keep up the good work :)

  166. Erna Björk

    5. October 2013

    Svo ótrúlega falleg og flott hálsmenin hjá henni Steinunni Völu <3

  167. Elfa Lind

    5. October 2013

    Til hamingju með 4 árin! Hef lengi kíkt daglega á bloggið ! xxx

  168. Magnea Heiður

    5. October 2013

    Gasalega lekkert!

  169. Greta

    5. October 2013

    Ótrúlega smart!
    Alltaf gaman að skoða bloggið :-)

  170. Kristín María

    5. October 2013

    Til lukku með árin 4! Spara alltaf þitt blogg þangað til seinast hérna á Trendnet svona eins og besti bitinn á disknum. Nýt þess mjög mikið að skoða allar þessar fallegu myndir sem þú hefur tekið saman

  171. lena rut

    5. October 2013

    Hef fylgst með þér sîðan fyrir tíma Trendnets:) til hamingju með 4 ar

  172. Bergþóra Hulda

    5. October 2013

    Æðisleg síða og til hamingju með afmælið :)

  173. Kristín

    5. October 2013

    Til hamingju með 4 árin!

  174. Kristbjörg Tinna

    5. October 2013

    Eeeeelska þetta hálsmen.. Og bloggið augljóslega líka ;)

  175. Marta Mirjam

    5. October 2013

    Innilega til hamingju með árin fjögur! Þetta er eflaust hörkuvinna en þú stendur þig vel og svo skemmtilegt að fylgjast með :) Vel valin gjöf, einhverjir myndu segja að þetta væri ekta ég :)

  176. Alice Katla

    5. October 2013

    Til hamingju með 4 ára afmælið! :)
    Æðislegt Hring eftir hring hálsmen!

  177. Yrsa Guðrún

    5. October 2013

    Til hamingju með árin fjögur! Alltaf gaman að lesa færslurnar þínar :)

  178. Ásdís Björk Jónsdóttir

    5. October 2013

    Til hamingju með árin fjögur!

  179. Þórdís Björk

    5. October 2013

    Til hamingju með árin 4, að mínu mati besta íslenska bloggið by far!
    Hálsmenið er draumaeign :)

  180. Sigdís

    5. October 2013

    Innilega til hamingju með árin 4 :) Elska að lesa bloggið þitt og fá góðar uppástungur fyrir heimilið ;)

  181. Hólmfríður Hreggviðsdóttir

    5. October 2013

    Til hamingju með bloggafmælið, virkilega skemmtilegt blogg!
    Væri ekki leiðinlegt að eignast svona flott hálsmen.

  182. Anna Herdís Pálsdóttir

    5. October 2013

    En hvað þetta er fallegt! :) Og til hamingju með árin fjögur ;)

  183. Íris Ósk Vals

    5. October 2013

    Alltaf gaman að lesa síðuna þína. Og flott hálsmen :)

  184. Hólmfríður Magnúsdóttir

    5. October 2013

    Til lukku með afmælið, 4 ár er enginn smá áfangi! Ég hef fylgst með þér þónokkuð lengi, þó ekki frá upphafi, en Bloggið er algjörlega uppáhalds, takk kærlega fyrir mig!

    Æðisleg hálsmen auðvitað! Mér finnst það líka vera falleg til að vera uppá vegg innan um myndaramma, þótt það færi auðvitað oft um hálsinn líka :)

  185. Snædís Ósk

    5. October 2013

    Mikið væri ég til í svona fallegt hálsmen!
    Innilega til hamingju með árin fjögur :)

  186. Jóhanna kristín

    5. October 2013

    Til hamingju með afmælið! Kíki,á síðuna þína daglega til að svala fagurkeraþörfinni. Takk fyrir að standa þig og vanda svo vel.

  187. Hildur Halldórsdóttir

    5. October 2013

    Vá svo flott! :) Mikið væri ég til í svona fallegt hálsmen.
    Til hamingju með afmælið :)

  188. Bryndís

    5. October 2013

    Innilega til hamingju með afmælið – er búin að fylgjast með þér frá því löngu fyrir trendnet og elska síðuna þína sem hefur hjálpað mér helling við að gera mína íbúð að draumaíbúðinni minni =)

  189. Rakel Gyða Pálsdóttir

    5. October 2013

    Fagurt er það! Virkilega skemmtilegar færslurnar þínar, kann að meta þetta blogg.

  190. Björg Hákonardóttir

    5. October 2013

    Töff ! :)

  191. Sara Magnea Arnarsdóttir

    5. October 2013

    Takk fyrir frábært blogg, alltaf gaman að lesa þau og til hamingju með afmælið! :) Svona fallegt hálsmen væri mjög vel þegið :)

  192. evabjorkjonu

    5. October 2013

    hæ svana mín ;0) tjúllað skemmtilegt blogg hjá þér – er reyndar tiltölulega nýbúin að uppgötva það en heimsæki þig reglulega!!! deili nebbla sama áhugamáli og þú varðandi þessa hluti – þú rokkar alveg í’essu ;-) bkv. Eva (dönskukennari)

    • Svart á Hvítu

      7. October 2013

      Ef að þetta er ekki bara skemmtilegasta komment sem ég hef fengið:)
      En ótrúlega gaman að þú lesir bloggið mitt!
      Bestu kveðjur Svana:):)

  193. Iðunn

    5. October 2013

    Bloggið þitt er eitt af mínum uppáhalds bloggum, og hálsmenin frá Steinunni Völu eru æði!

  194. Herdís Gunnars

    5. October 2013

    Ég held ég sé búin að fylgjast með blogginu þínu nánast frá upphafi og skammast mín fyrir að hafa ekki fyrr þakkað fyrir frábært blogg. Ég hef bæði fengið innblástur af síðunni þinni og nýtt mér hugmyndir beint frá síðunni þinni, takk kærlega fyrir mig og til hamingju með afmælið :)

  195. Anna Jóna Sigurðardóttir

    5. October 2013

    Æðisleg hálsmen :)

  196. Guðrún Björk

    5. October 2013

    Það hefur verið gaman og oft hjálplegt að fylgjast með þessu bloggi þínu undanfarin ár. Keep up the good work!

  197. Sigríður Hauksdóttir

    5. October 2013

    Ekkert smá flott hjá þér ! Til lukku :)

  198. Anonymous

    5. October 2013

    mjög flott hálsmen

  199. Aðalheiður Júlírós

    5. October 2013

    Hef fylgst með blogginu í langan tíma, fyrir Trendnet daga :) Til hamingju með það !

  200. Thelma Hrund

    5. October 2013

    Hef fylgst með þessu skemmtilega bloggi frá fyrsta degi og finnst alltaf jafn gaman að skoða það :)

  201. Þóra

    5. October 2013

    jibbíkóla!

  202. Elfa Björk Hreggviðsdóttir

    5. October 2013

    Frábær 30 ára afmælisgjöf :)

  203. Helga Birgisdóttir

    6. October 2013

    Frábært blogg og æðislega flott og fínt hálsmen sem mundi svo sannalega gleðja. Til hamingju með öll 4 árin =)

  204. Eva María Finnjónsdóttir

    6. October 2013

    Frábært blogg! Ég er dyggur lesandi :)

  205. Fanney Svansdóttir

    6. October 2013

    Smekklegasta dama landsins :) Takk fyrir gott blogg

  206. Anna Morales

    6. October 2013

    æðisleg hálsmen , væri ekkert á móti því …
    frábært blogg það sem maður fær margar hugmyndir og gerir þar að viki heimilið mitt fallegra

  207. Eivor Pála Blöndal

    6. October 2013

    ó svo fallegt….enn fallegra að bera íslenska hönnun búandi í útlöndum :)

    Kveðja frá Heidelberg

  208. Kristrún Gunnarsdóttir

    6. October 2013

    Bara æðislegt hálsmen!

  209. Bylgja Dögg

    6. October 2013

    Til hamingju með fjögur árin – æðislegt hálsmen :)

  210. ísabella þráinsdóttir

    6. October 2013

    Uppáhalds síðan mín til að leita að hugmyndum fyrir heimilið** það er svo mikilvægt að hafa fallegt í kringum sig, dagurinn verður miklu betri **

  211. Hafdís Anna Bragadóttir

    6. October 2013

    Frábært :D

  212. Agnes

    6. October 2013

    Ævintýralega flott hálsmen og eitt af flottustu bloggum landsins :) Haltu áfram að deila your interests :)

    takk takk

  213. Hrafnhildur Marta

    6. October 2013

    Til hamingju með árin fjögur! svo gaman að skoða bloggið hjá þér og láta sig dreyma um framtíðarhúsnæði meðan maður er enn í námsmannapakkanum – og sérstaklega gaman þegar maður getur nýtt sér eitthvað af DIY-unum frá þér eins og til dæmis marmaraborðið um daginn (læt mig líka alltaf dreyma um að mála kross-saums málverk á vegg eins en held að þumalputtarnir mínir tíu séu ekki sammála). Vil líka hrósa þér fyrir að fjalla mikið um íslenska hönnun – allt of lítið finnst mér sem maður fær að fylgjast með henni, sérstaklega þegar maður er í námi erlendis :) jæja þetta átti nú ekki að verða svona langt, til hamingju aftur!

  214. Margrét

    6. October 2013

    Æðislegt !

  215. Solrun Tinna Eggertsdottir

    6. October 2013

    Ég elska að fylgjast með blogginu. Gefur mér innblástur og bros á vör.

  216. Særún Ósk

    6. October 2013

    Mikið er þetta fallegt, myndi sóma sér vel um hálsinn á mér ;) Takk fyrir skemmtileg blogg. Þú ert sú sem ég hef fylgst lengst með af Trendnet-bloggurum.

    Kv. Særún Ósk Böðvarsdóttir

  217. Dagmar

    6. October 2013

    Æðisleg hálsmen og frábær síða!

  218. Dagný Sveinsdóttir

    6. October 2013

    Frábær síða, alltaf svo gaman að koma hinagð inn og fá fullt af góðum hugmyndum og skoða fallegar myndir af fallegri hönnun :)

  219. Silja Rún Reynisdóttir

    6. October 2013

    alltaf gaman að skoða þessa síðu, mikið af skemmtilegum hugmyndum sem gefa manni innblástur :)

  220. Rannveig Eva Karlsdóttir

    6. October 2013

    Spennandi leikur á frábærlega flottri og skemmtilegri síðu! Til lukku!

  221. Steinunn Ósk Valsdóttir

    6. October 2013

    Fallegt hálsmen og til hamingju með árin 4. Skemmtilegt blogg!

  222. Elsa

    6. October 2013

    Gleði og gaman, eins og allt hjá ykkur

  223. Erla Bjarný

    6. October 2013

    Ótrúlega flott blogg og hálsmen! Til hamingju með áfangann :)

  224. Kristín Ragnarsd.

    6. October 2013

    Heimsins besta blogg og það fyrsta sem ég byrjaði að fylgjast með án þess að missa úr færslu :) Ég man samt ennþá tapaðar lærdómsstundir þegar ég uppgötvaði bloggið þitt og þurfti að eyða ófáum klukkustundum í að skoða allar færslur aftur í tímann ;)

  225. Sibel Anna

    6. October 2013

    Innilega til hamingju með bloggið :-) Fer hingað inn á hverjum degi.. alltaf gaman að fylgjast með!

  226. Anna Vala

    6. October 2013

    Besta bloggið! og alveg ótrúlega fallegt hálsmen :)

  227. Kristrún

    6. October 2013

    Vá en fallegt hálsmen!

  228. Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir

    6. October 2013

    Fallegt!

  229. Margrét

    6. October 2013

    Til hamingju með bloggið !

  230. Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir

    6. October 2013

    Fallegt hálsmen og fagurt bogg!

  231. Ásta Björk Halldórsdóttir

    6. October 2013

    ótrúlega fallegt hálsmen og skemmtilegt blogg! til hamingju með árin 4 :)

  232. Bjarney Anna

    6. October 2013

    Trúi því ekki að það séu komin fjögur ár Svana! Mikið líður tíminn hratt! :)

  233. Sæunn

    6. October 2013

    Til hamingju með árin fjögur. Kíki alltaf við hér reglulega og hef gaman af.

  234. Lára

    6. October 2013

    Svo flott :)

  235. Guðrún Hjörleifsd

    6. October 2013

    Flottur leikur :) til hamingju með árin 4 :)

  236. Jovana Schally

    6. October 2013

    Ég hef verið að fylgjast með þér nú í dágóðan tíma og hef mikið gaman af því :)

  237. Erla

    6. October 2013

    Flott hálsmen hjá Steinu.

  238. Þóra

    6. October 2013

    Alveg guðdómlega fallegt og eigulegt, ég hefði nú ekki á móti því að skarta þessu hálsmeni :)

  239. Lára Gunnarsdóttir

    6. October 2013

    Skemmtilegt bloggið hjá þér og vörurnar frá Hring eftir hring eru auðvitað bara æðislegar.

  240. Eva Kristí Dal

    6. October 2013

    Þetta hálsmen er algjör dásemd! Og bloggið ekki af verri endanum :)

  241. Björg Ægisdóttir

    6. October 2013

    Mjög flott :D Ég væri til i svona ;))

  242. Inga Dóra

    6. October 2013

    Flott blogg og fallegt hálsmen. Væri mikið til í það :)

  243. Hildur Gísladóttir

    6. October 2013

    Svoo fallegt :)

  244. Heiða

    6. October 2013

    Mikið væri ég glöð með þetta glæsilega hálsmen!!

  245. Lilja Rún

    6. October 2013

    Yndislegt blogg, yndilsegt hálsmen!

  246. Erla

    6. October 2013

    Lovely

  247. Tanja Dögg

    6. October 2013

    Snilld! Þessir skartgripir eru svo fallegir :)

  248. Svava

    6. October 2013

    Rosa flott :)

  249. Ingibjörg

    6. October 2013

    prófa aftur! mikid falleg sída og mikid fallegt fálmen:)

    • Ingibjörg

      6. October 2013

      fálmen=hálsmen;)

  250. Margrét Stefánsdóttir

    6. October 2013

    Undurfallegir skartgripir sem Steina Vala gerir.

  251. Linda Sæberg

    6. October 2013

    æj vá!!

  252. eva lind

    6. October 2013

    skemmtilegar færslur hjá þér. til lukku með árin 4!.

  253. Halldóra Víðisdóttir

    6. October 2013

    Ótrúlega fallegt hálsmen :)

  254. ásta hemanns

    6. October 2013

    til lukku með 4 ár!

  255. Björg K. Sigurðardóttir

    6. October 2013

    Frábær síða hjá þér og hálsmenið er æði :)

  256. Klara Jónsdóttir

    6. October 2013

    Æðislegt!

  257. Sæunn

    6. October 2013

    Ég er þá búin að fylgjast með þér í 4 ár. Mikið gaman að skoða bloggið þitt og það er hægt að leita sér innblásturs í svo margt hér. Vonandi verða árin enn fleiri :)

  258. Ragnheiður Hólm Sævarsdóttir.

    7. October 2013

    Kíki oft á TRENDNET og flottu síðuna þína. Geggjað hálsmen svart er mjög fallegt. Til hamingju með árin fjögur ;)

  259. Fríða Sigurðardóttir

    7. October 2013

    Jiiiidúddamía hvað ég yrði glöð að fá svona dásemd um hálsinn!

  260. Margrét Matthíasdóttir

    7. October 2013

    Geðveikt hálsmen, væri sko alveg til í þessa dýrð um hálsinn :-)

  261. Sigríður Þorgeirsdóttir

    8. October 2013

    Rosalega fallegt