Kæru lesendur,
Október er afmælismánuður Svart á Hvítu, jú það eru komin 4 ár síðan að fyrsta færslan birtist og mig langar virkilega til að þakka lesendum mínum fyrir að hafa fylgst með allan þennan tíma. Sumir hafa fylgst með frá degi eitt á meðan aðrir voru kannski að uppgötva bloggið í gær. Hverja helgi í októbermánuði ætla ég því að gefa einum heppnum lesenda æðislega gjöf.
Gjafirnar munu eiga það sameiginlegt að það verður vara sem ég persónulega er mjög hrifin af og jafnvel elska, því ég vil jú ekki gefa ykkur neitt drasl. Fyrsta gjöfin verður heldur vegleg, en það er mjög sérstakt hálsmen frá hinni yndislegu Steinunni Völu hjá Hring eftir Hring.
Þetta er fyrsta eintakið af nýrri gerð af fallegu Pirouette hálsmenunum sem þið mörg kannist eflaust við. Það sem er sérstakt við hálsmenið er að það er ákveðin andstæða við litadýrðina sem hin Pirouette hálsmenin eru, þetta er jú svart og heitir því fallega nafni, COAL. Hálsfestin snýst þó líka um litasamsetningu því í festinni eru margir ólíkir svartir tónar og áferðir, í það minnsta fimm ólíkir svartir litir, blandaðir og raðað upp af kostgæfni. Trékúlurnar í Coal eða Kola festinni voru svo brenndar þannig að þær eru sannarlega með kola áferð.
Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir
Pirouette hálsmenin eru búin til undir áhrifum gamla sirkusins þar sem litadýrðin er allsráðandi og kragar notaðir til að kalla fram ólíka karaktera. Hugmyndin með hálsmenunum sem Steinunn Vala segist gjarnan hugsa um sem kraga, var sú að hálsmenið gæti farið yfir einfaldan margnota stuttermabol og gert hann að einhverju öðru, gert hann fínni og bætt við hann sögu og karakter. Það hentar líka við þröngan, sígildan kokteilkjól og gert hann að einhverju öðru! Alveg eins og gamli sirkusinn var sambland af fínum glitrandi heimi og þeim fátækari.
Hversu fallegt er þetta hálsmen!
Það sem þið þurfið að gera til að geta nælt ykkur í þetta einstaka hálsmen er að fara á Facebooksíðu Svart á Hvítu og smella á like-hnappinn, like-a þessa færslu og skilja svo eftir athugasemd hér að neðan (ekki nafnlaust komment).
Eigið svo góða helgi:)
*UPPFÆRT, dregið hefur verið úr leiknum. Fylgist með næstu leikjum sem verða allar helgar út októbermánuð.
Skrifa Innlegg