Af miklum áhuga fyrir blogginu þínu og hugmyndunum sem þú hefur.. hvaða hugmyndir hefur þú á gardínum fyrir eldhúsglugga.. frekar lítill gluggi og lítið eldhús en held samt þörf fyrir gardínu..ekki miklum, ekki þykkum, bara eiginlega meira svona skrauti.. og skartgripageymslu.. ég er sjúk í að hafa skartgripina mína sýnilega en samt fína og á sínum stað.. hvaða hugmynd hefurðu fyrir það?
Ég er búin að hugsa mikið um þetta og hef því miður ekki of margar hugmyndir… kannski þar sem mínir gluggar skarta ekki fallegustu gardínunum í bænum haha. En ég hef s.s. hingað til ekki mikið hugsað um gardínur:)
Þessi hugmynd finnst mér æðisleg, að nota gamlar slide ljósmyndir til að hylja gluggann.
Það kemur þá líka skemmtileg birta frá glugganum!
Hægt er að nálgast svona myndir stundum í Kolaportinu, Góða Hirðinum, eða í geymslunni hjá ömmu sinni og afa:)
Fjölskyldan mín liggur á nokkur hundruðum svona slide myndum og mér finnst tilvalið að nýta þær á einhvern hátt!
***
Until dawn eftir Tord Boontje, einn af mínum uppáhaldshönnuðum.
Hægt er að nota þær sem gardínur eða skilrúm í herbergi.
*GORDJÖSS*
Ein af mínum bestu vinkonum keypti sér svona hengi, er um meter á lengd en hún klippti það til svo það passaði í eldhúsglugann hjá sér og kom rosalega vel út!
Þetta var selt á sínum tíma í Saltfélaginu, en það er búið að minnka ansi mikið við sig og flutt hjá Pennanum Ármúla, þori ekki að fara með það hvort það sé enn í sölu hjá þeim. Annars dettur mér IÐA í hug.
En það væri algjör synd ef hönnun eftir Tord Boontje væri ekki til sölu á Íslandi!
Svo er auðvitað hægt að gera HOMEMADE útgáfu af henginu:):)
Þetta hengi í kannski tveimur layer-um gæti komið vel út! Og kostar ingen ting.
***
Svo voru þessar gardínur að koma í HM HOME, rosa fallegar!
Kosta um 30 evrur stykki, 2,5 metrar x meter. Og vel hægt að klippa þær til í minni glugga.
Hér eru þær notaðar sem sturtuhengi.
Áhugavert að vita hvernig efni er nú í þessum gardínum…
Begga, I wish… ég stefni á að gera svona þegar ég flyt heim en það eru enn 3 ár í það haha:) Svo ég skora bara á þig að búa til svona og setja útkomuna á bloggið þitt haha:) En hugmyndin með viskustykkin er líka góð, en þá þarf að eiga falleg viskustykki! -Bíð einmitt eftir mínum í póstinum frá HM. -Svana
vááá!! hurðin er geggjuð! en átta mig ekki á því hvernig 'slide' myndir þetta eru? bara svona sem maður fékk þegar maður fór með myndir í framköllun í den?
Þetta heita víst Mynd Skyggnur á góðri íslensku, en ganga líka undir Slide myndir:) Slide myndir er að vissu leyti gömul “della” og var mjög vinsæl í kringum 1950 ca. En það var notuð sérstök filma í myndavél sem seinna var svo framkölluð sem “slide myndir”. En svo var hægt að skoða myndirnar í sérstakri vél, eins og lítið sjónvarp sem haldið var á eða þá í stærri slide sýningarvél og þá hægt að skoða með fleirum. Það er ennþá fólk í dag sem tekur slide myndir, en þær eru einstaklega skýrar þegar þær eru bornar uppað dagsljósi. Öfugt við normal filmur sem við fórum með í framköllun í den, en þær voru alltaf negatívar og í brúnum litum. Vonandi skýrir þetta einhvað:) -Svana
Skrifa Innlegg