Núna fer hönnunarvikunni í Stocholm brátt að ljúka, ég komst því miður ekki í ár en missi ekki af miklu þar sem hönnunarnördar eins og ég eru duglegir að taka myndir og skella á netið. Á sýningunni eru kynntar stefnur og straumar í hönnun og er hún gífurlega vel sótt, þá bæði af fyrirtækjum sem leita af ungum talentum til að vinna með, innkaupastjórum frá búðum og svo mikið af nemendum sem sækja sér innblástur á þessum sýningum
OF mikið af myndum, ég veit. En ég er svo heilluð.
Það sem áhugaverðast þótti við þessa sýningu er hver margir hönnuðir eru farnir að leita aftur til 1940/50 sem er hátindur klassískrar hönnunar, þá ekki bara varðandi form heldur einnig efnisval og litatónar.
Skrifa Innlegg