fbpx

Starstruck Design

Íslensk hönnun

Starstruck design er nýtt fatamerki hannað af Önnu Kristínu Jensdóttir,
Hún saumar mikið af slám, hálsskrauti og krögum og reynir að hafa flíkurnar á sem viðráðanlegasta verði! Thank god… mig er farið kvíða fyrir því að flytja heim til Íslands í allt okrið!
Ég var að fletta í gegnum facebook síðuna henna HÉR og var langhrifnust af þessum slám hér að ofan, smá vintage fílingur í þeim og svo er hálsmenið mjög töff líka!

-S

xxx

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Sibba Stef

    10. June 2010

    Mig langar að varpa hér fram athugasemd í sambandi við íslenska hönnun án þess að allt verði vitlaust.
    Hefur einhver annar tekið eftir því hvað allir eru að sauma það sama. Sérstaklega herðaslár, kögur hitt og kögur þetta og svo ég minnist ekki á hárspangir.

    En enginn að misskilja, þetta hér að ofan er allt gullfallegt. Burberry munstraða herðasláin lítur mjög girnilega út!

  2. Anonymous

    10. June 2010

    ó ég er svo sammála…!

    Ótrúlega margt eins :/

  3. Anonymous

    10. June 2010

    Já ég er að vissu leiti sammála þér með það, það virðist vanta mikið uppá hugmyndarflugið hjá stelpum í dag sem eru að sauma og selja föt/fylgihluti.
    T.d ef ein stelpa býr til flottar spangir þá þurfa allavega 10 að herma og gera “svipaða” útgáfu og selja. Og svo með herðaslárnar þá eru þær flestar líka mjög svipaðar.. sama sniðið, sömu litirnir nánast.

    Enda verð ég alltaf mjög glöð þegar ég sé einhvað virkilega nýtt og ferskt frá íslenskum “hönnuðum” / “föndrurum” en það gerist því miður ekki of oft.