fbpx

SPARK

Ég fór í Spark Design Space til þess að skoða á meðal annars sýninguna einn á móti átján. Hönnuðir dúkkuhúsanna eru vöruhönnuðirnir Auður Ösp Guðmundsdóttir og Halla Kristín Hannesdóttir sem útskrifuðust saman frá Listaháskóla Íslands árið 2010.

“Dúkkuhús hafa í hundruð ára heillað börn jafnt sem fullorðna um allan heim. Þessi smækkaða tilvera hússins opnar möguleika á að skapa ævintýraheim sem á sér ekki endilega hliðstæðu í raunveruleikanum. Heim þar sem persónur geta ferðast um í tíma og rúmi allt eftir hugmyndaflugi hvers og eins. Dúkkuhús hafa einnig átt hug safnarans sem leggur kapp á að safna í húsið munum, raða, endurraða, horfa, ganrýna, dáðst að og ímynda sér.”
IMG_5738_1_jpg_800x600_q85

Mikið eiga þessi skemmtilegu hús heima á HönnunarMars þetta árið þar sem þema HönnunarMars í ár er Leikgleði. Maður er örugglega ekki lengi að finna sitt innra barn þegar maður fer að leika sér með svona fínt dúkkuhús.

Reyndar var mjög svo auðvelt að finna sitt innra barn í Spark þegar ég fór í heimsókn þangað. Það var nefnilega fiskbeinavinnustofa í gangi.

WEBsomethingfishybest

Something Fishy er FRÁBÆR vara eftir hana Róshildi Jónsdóttur. Ég elska þessa hugmynd og finnst mér þetta vera mjög gott leikfang fyrir bæði börn og fullorðna þar sem að þetta eru ekki reglulegir kubbar sem raðast saman á X marga vegu. Þarna erum við að leika okkur með bein sem eru svo ótrúlega óregluleg í laginu og það skemmtilega er að það er alltaf eins og maður sé að búa til beinagrind af einhverju sæskrímsli eða einhverju “from outer space”

Ég hitti hana Róshildi í Spark og átti við hana gott spjall og sagði hún mér svolítið frá því hvaðan þessi hugmynd kom. Róshildur er semsagt alin upp í sveit þar sem það var ekkert rosalega mikið af öðrum krökkum til að leika við og var eldri systir hennar á heimavist þannig að hún var mikið ein og þurfti svolítið að treysta á náttúruna í kring til að skaffa sér nýju dóti. Þaðan kom hugmyndin um að nota fiskbein til þess að leika sér með.
Ég elska að heyra sögur frá fólki, fá að heyra um það hvernig hugmyndin fæddist og hvernig í rauninni fæðingarsaga hlutana er. Það eru alltaf svo ótrúlega skemmtilegar pælingar á bakvið hlutina, sérstaklega þegar þetta er svona persónulegt og eitthvað sem við höfum tekið með okkur úr æskunni.

hugdetta-somethingfishy-4-MQ_jpg_800x600_q85

Something Fishy er kassi fullur af Íslenskum fiskbeinum. Beinin koma frá þorski og ýsu eru þau hreinsuð með náttúrulegu ferli þar sem beinin eru dauðhreinsuð. Það eru ekki notuð nein skaðleg efni í hreinsunar ferlinu.
Kassinn inniheldur bein úr tveimur hausum auk þess sem það eru auka bein sem eru úr hryggnum. Það eru meira en 100 bein í hverjum kassa svo að það eru engin takmörk fyrir því sem maður getur búið til.
Skemmtilegt líka, þar sem þetta eru bein er enginn kassi alveg eins. Fiskarnir eru jú eins og við mannfólkið, hver og einn fallegur á sinn einstaka hátt ;)

hudetta-somethingfishy-3-MQ_jpg_800x600_q85
hugdetta-somethingfishy-2-MQ_jpg_800x600_q85
Það eru einhverjar grunn leiðbeiningar sem fylgja með um hvernig maður á að líma saman beinin. Svo fær maður málningu með í kassanum til þess að skreyta meistaraverkið þegar það er tilbúið.

Finnst ykkur þetta ekki skemmtilegt ! Ég var allavegana svo æst í það að búa mér til skrímsli að ég hellti úr vatnsflöskunni minni yfir alveg ótrúlega fína konu sem sat í rólegheitunum við borðið að föndra sér fígúru, það var mjög pínlegt augnablik en samt eitthvað svo mér líkt.

Þetta er tilvalin gjöf fyrir alla þá sem hafa gaman að þvi að skapa og byggja. Allavegana gat ég ekki séð að fullorðna fólkið væri að skemmta sér eitthvað minna en börnin. Það er það skemmtilega við sköpun, þar finnum við barnið inní okkur. Eitthvað sem við meigum aldrei týna!

X Sigga Elefsen

BÆJARRÖLTIÐ Í DAG

Skrifa Innlegg