fbpx

Smart?

Heimili
Mér þótti svona mjög smart einu sinni, ég lét mér dreyma um hús á Arnarnesinu þar sem allt átti að vera hvítt og ofur stílhreint. Slefaði yfir innliti sem birtist í Hús og Híbýli þar sem íbúðin hennar Völu Matt var sýnd. Allt hvítt með glærum plaststólum, hvítri gæru og glerhurðum. Mér þótti það M E G A
Svoleiðis ætlaði ég að búa.
Í dag læt ég mér dreyma um lítið timburhús í Hafnarfirðinum, það er í algjörri niðurníðslu og ljótasta húsið í götunni. En ég ætla að gera það upp og rækta rifsber og rababara í stóra garðinum þar sem allar gömlu kisurnar mínar eru grafnar. Því þarna ólst ég upp:)
Og veggirnir fá að vera í lit, ekki allir hvítir og gólfið verður viðarlitað, ekki hvítlakkað.
Hver getur búið í svona gámi? íbúð sem skortir allann persónuleika.

-S


...

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. The AstroCat

    22. May 2010

    Fýla heldur ekki alltof stílhrein hús.
    Ég bý akkurat í Hfj í gömlu hús, yndislegt. Húsið hefur svo mikinn persónuleika :)

  2. óskalistinn

    22. May 2010

    hmm mér finnst þessi íbúð ekki vera persónuleikalaus. er að fíla stofuna ágætlega (á einmitt svona svipaðan brúnan stól og er með gæru á honum. Mætti vera meiri viður reyndar en annars myndi mér alveg líða vel þarna. :)

  3. Kristrún

    22. May 2010

    Öllu má nú ofgera. Hvítur er fallegur en of mikið af honum gerir umhverfið eitthvað svo flatt að mínu mati.

  4. Ása Ottesen

    22. May 2010

    Guð hvað ég er sammála. Mér myndi ekki líða vel í svona húsi.

  5. StarBright

    23. May 2010

    mér finnst litlar kósý gamlar íbúðir miklu meira heillandi ! myndi aldrei fíla svona hús. ekki að búa í allavega.

  6. Anonymous

    24. May 2010

    Ég myndi elska að búa í þessu húsi, ég hef haft svona stíl.. löngu áður en þetta tröllreið öllu landinu :)

    Kv. LV

  7. Rakel

    24. May 2010

    Stíllinn hjá manni (mér allavega) breytist svo oft, ég var alveg sjúk í allt þetta stílhteina hvíta eins og þú Svana fyrir nokkrum árum, núna vil ég hafa þetta í bland, stílhreint vs. gamalt kósý… Svo veit maður aldrei hvernig stíllinn hjá manni þróast, ég ætla ekkert að útiloka að einhverntíman í framtíðinni vilji maður aftur þetta ofurstílhreina eftir að vera komin með nóg af gömlu mublunum og öllu draslinu sem maður hefur sankað að sér frá Góða hirðinum og þessum mörkuðum…:)