fbpx

Smá popp fyrir stofuna

DIYHugmyndir

xxx

Sárvantar þig að poppa aðeins upp stofuvegginn eða í svefnherbergið?
Og tímiru ekki að splæsa í veggfóður eða málverk??

Rasterbator er eitt sniðugasta forrit sem ég veit um! Það leyfir þér að uploada uppáhaldsmyndinni þinni sem forritið síðan skiptir í marga parta allt eftir því hvað þú vilt hafa myndina stóra.
Svo ýtiru einfaldlega á print og Voila……..
Ef þú ert vandvirk/ur mun þetta koma rosalega vel út, en það þarf þolinmæði í að líma öll blöðin upp á vegg!
Það eru nokkur forrit til sem virka eins og Rasterbator, þið finnið þetta allt auðveldlega á google.
Getið líka prufað þennan link

Fyrir þau sem eru in love
Gaman að vakna með eina svona í svefnherberginu haha
Nei þetta er ekki Erró, heldur eftir kollega hans, Lichtenstein.

Kemur mjög vel út að skipta myndinni í parta með þykku teipi. Hægt að fá það í mörgum litum.
(ég keypti mér skærbleikt á markaði um helgina:)

Hér er búið að veggfóðra heila hurð..


Stofuveggurinn minn þráir smá upplyftingu en ég er enn að leita að hinni fullkomnu mynd til að nota. Það fer heil ósköp af bleki í þessi herlegheit svo ég vil vera alveg viss.

-S

xxx

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Mútta

    6. November 2009

    Þetta er æðisleg síða hjá ykkur.