Við erum búnar að vera á leiðinni að skrifa þetta blogg lengi lengi..
Við fengum fyrirspurn fyrir nokkru um hugmyndir til að geyma skartgripina sína.
Ef þið sendið okkur fyrirspurn þá reynum við að svara því sem allra fyrst:)
So here it is!
Hér er búið að gera sniðugt skartgripahengi úr gamalli hrífu.
Væri næs að hengja á þessa hálsmen og setja hringana í lófann.
Mér finnst eins og ég hafi séð svona í Kraum ?
En þar var líka til skemmtilegur hanki sem var steypt hvalstönn.
Hægt að föndra svona heima!
“Ramma” inn fallegustu gripina.
En þá þarf bara ramma sem getur staðið, mála hann ef þess þarf, finna lítinn efnisbút, umbúðarpappír, dagblað, tímarit.. hvað sem er fyrir bakgrunn.
Kaupa litla hanka og stinga í gegn.
Og Voila!:)
Sniðugt líka að safna allskyns hönkum og raða þeim á skemmtilegan hátt á vegginn.
Útkoman er þetta fína vegglistaverk:)
Flott að hengja líka upp veskin okkar, því oftar en ekki eru þau frekar flott og hví ekki að sýna þau! -Líka 100x auðveldara að velja veski fyrir daginn.
Mér finnst þessi alltaf jafn flottur.
Skartgripahengi eftir Þórunni Árnadóttir. Ekki í framleiðslu.
Krúttlegt mini hengi fyrir skartgripi frá Urban Outfitters.
Svo notar Rakel t.d. gamla konfektkassa undir hringana sína og
annað smádót því þeir eru með fullt af litlum hólfum í.
Mjög sniðug hugmynd hjá henni:)
-S
Skrifa Innlegg