fbpx

SHE design og fatamarkaður!

Íslensk hönnun
Rakst á nýju línuna frá SHE á facebook áðan.
Ofsa fallegir kjólarnir og þessi varalitur er gordjöss.
Hægt að skoða fleiri HÉR.
p.s vil endilega benda ykkur á skemmtilegann fatamarkað sem er á morgun,
en í Hugmyndarhúsi Háskólanna að Grandagarði 2 (þar sem Saltfélagið var og Smirnoff partýið)
Verða 13 stelpur…
Já 13 mjög smart stelpur að selja fötin sín, skó og fínerí.
Einnig verða einhver strákaföt til sölu, heimilistæki, bækur, geisladiskar og fleira.
Fullt af fínu skrani.

Mæli með því að kíkja við:)
Fatamarkaðurinn er opinn frá kl.11-6
Gengið er inn kaffihúsamegin og ekki er tekið við kortum.
Gleðilega helgi allar saman.
-S

Pretty please

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Áslaug

    12. November 2010

    Ég fíla eina og eina flík frá henni, en svo finnst mér ansi margar vera undarlegar oft og engan vegin passa inní “safnið” hennar…Hugsa að ég myndi ekki fjárfesta í neinni flík.

    Svo á ég rosalega bágt með logo-ið frá henni, heh :)

  2. Rakel

    12. November 2010

    aaahh fíla þessa hönnun ekki:/

  3. Anna Margrét

    13. November 2010

    Æi ekki fyrir mig. En varaliturinn er mjög fallegur á módelinu og hárið er himla fínt líka :-)

    En eitt sem ég var að hugsa með svona fatamarkaði. Ég hef oft selt í Kolaportinu í gegnum árin og alltaf verið gaman. En svo stundum sé ég fólk í gömlu fötunum mínum og ég fæ alveg svona skrýtna nostalgíu tilfinningu, eins og að sjá gamlan kærasta með barnakerru á laugarveginum. (já eða eitthvað annað, ég er ekki góð í svona viðlíkingum)
    Svo núna meika ég ekki að kaupa föt af öðrum í koló eða á fatamörkuðum því hvað ef þau sjá mig svo í fötunum þeirra og þá verður þetta ennþá skrýtnara. Æi ég var ekki alveg búin að hugsa þetta út en vitið hvað ég meina? Finnst einhverjum öðrum þetta skrýtið?

  4. Svart á hvítu

    13. November 2010

    Mér finnst einmitt svo gaman á fatamörkuðum og enn skemmtilegra að selja fötin mín, hef haldið markaði/selt á netinu 3x og haft mikla ánægju af:)
    Verra þykir mér hvað ég sé hrikalega eftir 2 kjólum sem ég seldi, annar fór þó til frænku minnar, ég er bara eftir að mana mig að biðja um hann aftur haha:)

    En ég gerði kjarakaup á markaðnum í morgun, kom heim með flottar leggings frá Andreu, 2 boli og kjól og kostaði um 4þús allt saman!:)
    Er þó í skóla með fyrrverandi eigandanum,.. vonandi verður það ekki vandró!

    -Svana

  5. Anonymous

    13. November 2010

    finnst þetta allt vera frekar plehh..

    -KT

  6. Anonymous

    15. November 2010

    Þessi hönnun er alls ekki minn stíll. Sniðin, efnin og allt bara.. Ekki minn tebolli. En svona er fólk misjafnt :) vona að einhver fíli þetta…

    já og nafnið, She.. æ finnst það smá svona eins og eitthver kellingaverslun.

  7. Anonymous

    15. November 2010

    Mér finnst mjög margt frá þessu merki mjög flott! Ekki kannski bestu myndirnar akkurat hérna. En fullt af flottum prónjavörum eins og hálskrögum, peysum og kápum.
    Áfram SHE!!

  8. Anonymous

    15. November 2010

    Þetta er ekki minn smekkur.

    Verst finnst mér hvað myndirnar eru amatörslegar. Eins og einhver hafi smellt af lítilli myndavél og lýst þetta með skrifborðslampa:/