fbpx

SHE design

Íslensk hönnun
Er æðisleg viðbót við fatahönnunarflóruna heima á Íslandi.
SHE design er hönnuð af Silju Hrund og er selt heima hjá henni alla fimmtudaga fram að jólum. 
Búðin er staðsett á Vesturgötu 21 í Rvk, opin á milli 12 og 18.
Ég er hálfpartin ástfangin af svo mörgum flíkum í línunni hennar 
og vildi óska þess að kæmist yfir nokkrar flíkur frá henni bráðlega!
Hún er nýbúin að hanna kjól sem hún kallar “The One and Only”
Hægt er að klæðast kjólnum á marga vegu og fer einfaldlega bara eftir stemmningu hverju sinni! Kjóllinn kemur í nokkrum litum td. svörtu, rauðu, bláu, túrkis, peach og brúnu.


Ég á bara eitt orð yfir þennan kjól og það er GORDJÖSS!! Algjört MUST að eiga!:)
Og by the way þetta eru bara örfáar útgáfur af því hvað hægt er að gera með kjólinn!
Svo sá ég að þessi slá er partur af nýju línunni hennar sem kemur í byrjun nóvember!
Ein sú fallegasta mega kúlaðasta slá sem ég hef séð! Veit ekki verðið á henni en ég ÞRÁI hana!
Og síðast en ekki síst.. Leggings!!
Ég vissi fyrst af þessu merki í gegnum Facebook, sá að það var leikur í gangi og ef maður gerðist fan af síðunni hennar þá gat einn heppinn fan unnið leggins að eigin vali.
Well guess what. Ég vann:)
Og ég valdi þessar..
Fékk stóru sys til að sækja þær fyrir mig og svo voru þær sendar með hraðsendingu til Hollands:)
Í fyrsta lagi eru þær sjúklega þægilegar! Klárlega one size fits all þar sem þær smellpassa á mig! Og þær ýta maganum mjöööög svo inn haha, er það ekki draumurinn annars?:)
(Tek það fram að ég er ekki að auglýsa fyrir hana hehe) 
Er bara smá obsessed at the moment!!:)

-S

Smá Sunnudagsföndur!

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Anonymous

    1. November 2009

    Looord ertu ekki að kidda mig.. var einmitt að renna í gegnum allar sokkabuxurnar sem hún er með myndir af á síðunni sinni.. er alveg að elska þær!! finnst samt vanta soldið uppá myndirnar af fötunum sem hún er að hanna.. mér fannst ég allavega ekki geta skoðað almennilega á netinu..

    *KT*

  2. Svana

    1. November 2009

    hmmm á facebook síðunni? Mér finnst svo fínar myndirnar þar..:)