Í fyrramálið er ég að fara til Mílanó á hönnunarvikuna sem þar er haldin árlega.
Sýningin heitir Salone del Mobile og er haldin í fimmtugasta sinn í ár, Salone er stærsta sýning sinnar tegundar í heiminum og flykkjast hönnuðir allstaðar að úr heiminum ásamt fróðleiksþyrstum hönnunarnemendum og öðru áhugafólki.
Á sýningunni er hægt að kynna sér allt það helsta sem um er að vera í hönnunarheiminum og helstu straumar og stefnur kynntar.
Hér eru nokkrar myndir sem ég fann í gegnum facebook af sýningum, en flestar sýningarnar opnuðu í dag! Ég er að tryllast úr spenningi.. en ég er að fara með hópi af nemendum frá gamla skólanum mínum í Eindhoven!
Því er ég í vikufríi frá blogginu (fyrir utan það að ég er ekki búin að vera virk hér nýlega – sorry)
En kem eiturhress til baka næsta mánudag með FULLT af flottum myndum til að sýna ykkur:)
Skrifa Innlegg