fbpx

SAFNAÐ

Hugmyndir

Það safna allir einhverju… hverju safnar þú?

+++

Ég ætla að gera tilraun númer 2, um hvað sé skemmtilegt að gera í New York! Það bara hlítur einhver að luma á skemmtilegum ráðum.

Flottar hönnunarverslanir, hvar er best að versla ódýr föt, skemmtilegur veitingarstaður, æðisleg leikhússýning, markaðir.. og so on:)

SVART OG KÓSÝ

Skrifa Innlegg

12 Skilaboð

  1. Pattra's

    3. October 2012

    Fjuff.. eins oft og ég hef nú komið til NY þá er orðið pínu langt síðan síðast og er smá ryðguð.. En þú getur skoðað þig máttlausa í Soho hverfinu! Mikið af fínum fatabúðum og allskyns búðum sem er vert að skoða.

    Borða lunch á Pastis, Diane von Furstenberg eða Marc Jacobs gæti verið á næsta borði :) Kíkja í Williamsburg hverfið í Brooklyn sem er ofsalega trendy og oftar en ekki skemmtilegir markaðir í gangi.
    West Village hverfið er líka yndis, þar geturu fengið cupcakes á fræga Magnolia bakery.

    Fara upp í Empire state sem er alveg túristadæmi fyrir allan peninginn en ég gerði það í denn og sé alls ekki á eftir því. Fór líka í þyrlaflug um borgina sem var hreint út sagt magnað. Taka hjólreiðatúr í Central park er súper kósý.

    Kíkja í MOMA -Museum of modern art. Guggenheim eða Metropolitan museum of art.

    Jáá.. þetta er svona sem ég man eftir í bili :)

  2. Vigdís

    3. October 2012

    Ég mæli mjög mikið með að kíkja á þennan stað í hádeginu http://www.cafehabana.com/ og þá er grillaður maís dásamlegur
    Svo er dásamlegt að leigja sér hjól og hjóla í Central park.
    Mæli mjög mikið með Lion King sýningunni, hún er svo falleg fyrir hjartað og augað.

  3. Jónína

    3. October 2012

    Mæli með því að fara yfir til Brooklyn á dásamlegan veitingastað þar sem þú færð upplifelsi fyrir allan peninginn. Fór þangað árið 2010, villtist í Brooklyn í ca. 2 klst. að leita að þessum stað (sem var í rauninni alls ekkert erfitt að finna, muna bara að googla) og orðin gjörsamlega vitstola af hungri. Þessi staður var dásemdin ein og algjörlega þess virði að leggja á sig smá ferðalag!

    http://marlowandsons.com/

  4. Arndís

    3. October 2012

    Mæli hiklaust með að fara út að borða á spice market. Og cafahabana í hádeginu eins og kom fram ofar. Shake shack fyrir bestu borgara sem ég hef smakkað :)
    Rockefeller center til að túristast og jafnvel kaupa sér miða í rauða businn, getur hoppað inn og út á skemmtilegum stöðum. Lion king er æði og magnolia bakery er ómissandi. Góða skemmtun!

  5. Tinna

    3. October 2012

    Já, Spice market í Meatpacking district er rosalega góður! Svo er Katz’s Deli æðislegur samlokustaður í Soho (þar fullnæginaratriðið úr When Harry met Sally, hehe).
    Svo mæli ég með að versla í Soho… þar er að finna allar helstu búðirnar sem maður vill fara í, en ekki sama brjálæðið í gangi og við Times Square.

  6. Heiðrún Hödd

    3. October 2012

    Það er einstaklega skemmtilegt að rölta um í Soho og 5th avenue… Balthazar er franskur veitingastaður í Soho sem er í algjöru uppáhaldi (líka hjá Victoriu Beckham og fleiri góðum ;)) og svo er voða gaman að fara í brunch á Mandarin Oriental hótelinu, góður matur og geðveikt útsýni yfir new york ;)

  7. Svart á Hvítu

    3. October 2012

    Jáááááá ég elska ykkur stelpur,,, ætla að skrifa þetta allt niður í New York bókina mína:) víjjj

  8. m

    3. October 2012

    mæli klárlega með outback steikhúsinu. bestu steikur,meðlæti og kokteilar i heimi.

  9. Sól

    4. October 2012

    5th Avenue, Rockefeller Plaza, Empire State, geðveikt að kíkja á 9/11 safnið og skoða það sem er búið að gera í kringum turnana tvo, hjólatúr í Cental Park, Times Square auðvitað og svo var ótrúlega skemmtilegt að fara á https://comicstriplive.com/ þarna byrja uppistandararnir, Adam Sandler og fl góðir. Highline Park mega flottur staður þar sem þar eru yfirgefnir lestarteinar og búið að búa til allskonar flott þar í kring, horfir yfir til New Jersey og yfir Hudson, svo auðvitað þyrluflug.
    Þetta gerði ég allt á 4 dögum og þetta var allt jafn skemmtilegt :)