fbpx

RUT KÁRA

HeimiliÍslensk hönnun

Ég gleymdi mér aðeins í gærkvöldi við að skoða heimasíðu Rutar Kára,sem er án efa einn vinsælasti innanhússarkitekt landsins. Það er ekki annað hægt en að fyllast innblæstri við að skoða þessar fallegu myndir. Það er einhvað svo fallegt við lita og efnisvalið sem virðist einkenna stíl Rutar sem er bæði hlýlegur og elegant.

Ég leyfi mér þessa stundina að dreyma um Pilaster bókahilluna sem sést í eldhúsinu.

Einnig vil ég benda þeim sem ekki hafa séð innlitið til Rutar Kára í þættinum Heimsókn, að kíkja á það Hér. Eruð þið jafn skotin í henni Rut og ég:)

BLOGG

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Valdís

    8. February 2013

    Ég hreinlega ELSKA húsið hennar.” Gólf í loft ” glugginn í stofunni hjá henni er eins og málverk með þetta stóra tré fyrir utan og ég hreinlega ELSKA heita pottinn hennar og er svo sammála henni að það ættu helst ALLIR íslendingar að vera með heitann pott heim hjá sér, þegar verðið á heita vatninu er ekki meira en það er…..Yndislega kósí og heimilslegt bara :D

  2. Kristbjörg Tinna

    8. February 2013

    Baðherbergið er dásamlegt! Líka heitapotturinn og allt hitt :)

  3. edda

    10. February 2013

    jebb – ég er brjálæðislega skotin í henni! húsið hennar er dásamlega fallegt – stílhreint og kósí! love it eins og allt hennar verk :)