fbpx

Rocking chair

Hönnun

Mér finnst fátt vera jafn heimilislegt og fallegur ruggustóll í stofu.
Mig hefur lengi langað í þennan Eames rocking chair, en þegar góð vinkona mín sýndi mér sinn ljósbláa þá fór þessi löngun á allt annað level, því þá komst ég að því að þeir eru líka fáránlega þægilegir.
En þar sem buddan leyfir engin stór húsgagnakaup þá fór þessi stóll á hold….
Þessi er pretty
Þessir eru æði
Sniðug hugmynd!


En svo í vikunni þá datt þessi forláti ruggustóll í hendurnar á mér teiknaður af Svein Kjarval.
Finn því miður ekki stærri mynd af honum svo þið fáið bara að njóta þess að sjá Svein í staðinn haha:)
Stóllinn er úr ljósum við með kálfaskinni á sessunni. Gullfallegur og setur punktinn yfir i-ið í nýju stofunni minni.
Og ekki skemmir góði andinn sem fylgdi með, því hann kemur frá langaömmu minni.
Sýni ykkur myndir soon af fína nýja heimilinu mínu, en sef fyrstu nóttina mína í nótt!:)
P.s ég ELSKA íbúðina mína…

-S

Lookbook guys...

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Anonymous

    19. August 2010

    ohh langar SVOOO í þennan efsta!! :P
    hlakka til að fá að sjá nýja heimilið :) kv. Unnur

  2. Anonymous

    19. August 2010

    Hlakka til að sjá myndir af heimilinu þínu!

    Kv Salka

  3. KarenLind

    19. August 2010

    Spennt að sjá myndir af nýju íbúðinni :-)

  4. Anonymous

    19. August 2010

    Hvað kostar sá efsti? langar í hann :P

  5. Anonymous

    19. August 2010

    Ég er einmitt í sömu sporum og er að fara að flytja eftir nokkra daga. Ligg á bloggum um hönnun og heimili og læt mig dreyma. Draumastólarnir mínir eru ekki Eames eiffel stólarnir heldur þessir með viðarlöppunum. Kosta baaaara 70.000 kr. stykkið og mig vantar sex stk! Áts, held áfram að láta mig dreyma! En veistu hvað ruggustóllinn kostar?

    Tinna

  6. Sigrún Víkings

    19. August 2010

    Sofðu vel í nýju íbúðini sæta:) hlakka til að sjá myndir af pleisinu!!

  7. Anonymous

    19. August 2010

    Hlakka til að koma í heimsókn í kökuboð :D Og yndislegt að fá blogg.. Lúllist ykkur vel!!

  8. Anonymous

    20. August 2010

    “Anonymous” = KT :)

  9. ólöf

    20. August 2010

    fallegur stóll, til hamingju með hann og íbúðina:) mjög klassískur bara..vonandi svafstu vel í íbúðinni í nótt ;) og mér finnst mjög skemmtileg hugmynd hjá rauða “eldhúsborðs” stólnum haha með margar lappir, sniðugt

  10. Linda

    20. August 2010

    tvennt hér:
    1) hendirðu ekki inn myndum af heimilinu til að maður geti séð og kannski stolið hugmyndum ;)
    2) ertu til í að henda inn linkum á flott innanhúshugmyndablogg fyrir þær sem eru að reyna að gera sitt heimili skemmtilegra fyrir veturinn?