fbpx

Portobello markaðurinn

Hitt og þetta

Einn frægasti götumarkaður heims er án efa Portobello markaðurinn í London!
Þar er mikið úrval af antík munum, second hand fötum og fylgihlutum o.fl.,
tilvalinn staður fyrir fjársjóðsleit:)


VITIÐ ÞIÐ, hvaða dag er best að fara á markaðinn? Ég heyrði einhverntíman að best væri að fara á föstudögum ef markmiðið væri að gera góð FATAkaup! Er hann eins æðislegur og margir tala um?
Hefur þú búið í London eða þekkir borgina vel og getur mælt með öðrum mörkuðum/stöðum/götum sem er
must-go-to?


-R

Fade outs

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Anonymous

    14. June 2010

    Þegar ég fór til London fyrir nokkrum árum þá fór ég á rosa skemmtilegan markað í notting hill – veit ekki hvað hann heitir. Þar var alls konar dót til sölu og pottþétt hægt að finna fjársjóð :) Mæli með honum, þó svo að það hafi verið rosa rosa mikið af fólki og þröngt :)
    kv EK

  2. Anonymous

    14. June 2010

    Ef ég man rétt þá eru laugardagarnir dagarnir sem mesta úrvalið er. Mig minnir að ég hafi bæði farið á laugardegi og einhvern tíman í miðri viku og það var miklu meira úrval á laugardeginum. Allavega miklu fleiri sölubásar. En ég þori ekki að fullyrða með fötin…

    VS

  3. Anonymous

    14. June 2010

    Portobello markaður er snilld finn alltaf e-ð geggjað!!

    Spitalfields Market var einnig minn uppáhalds markaður & Brick Lane
    ferð út við Liverpool stöðina… myndi fara snemma upp úr 10 á lau-og / eða sunnudagsmorgun eftir kl 14 verður allt of troðið!
    og svo er alltaf stuð á mörkuðunum í Camden…

    Góða skemmtun!

  4. Rósa

    14. June 2010

    Aðaldagurinn fyrir Portobello markaðinn er laugardagar, þá eru allir básarnir opnir og mesta úrvalið.

    Annars er fullt af öðrum skemmtilegum mörkuðum í London.
    Það er til dæmis gaman að kíkja á Sptafields markaðinn á sunnudögum og í leiðinni fara á Brick Lane sem er rétthjá, en þar er hægt að finna allt mögulegt… Brick Lane er í Indversku hverfi og þar er alltaf mikið af allskonar asískum matarbásum sem gaman er að koma við á og svo eru líka flottar vintage búðir þar í kring. Ég mundi kíkja á Sunday Up markaðinn hjá BL og búðirnar þar í kring ef þú ert að spá í fatarkaup… Brick Lane er rosalega vinsæll staður í London í dag og algjört möst að heimsækja mundi ég segja;)

    Svo finnst mér líka alltaf gaman að kíkja á einn lítinn sem heitir Camden Passage og er rétthjá Angel í Islington, hann er opinn á miðvikudögum og laugardögum. Hann er líka rétthjá götu sem heitir Upperstreet og er með mjög margar litlar skemmtilegar búðir.

    Vona að þetta hjálpi eitthvað…
    Takk annars fyrir frábært blogg!

    Rósa