fbpx

Photo Wall-e

Hugmyndir
Eitt af svo ótal mörgu sem er á to-do listanum fyrir nýja pleisið er að gera fallegan myndavegg.
Mér finnst svo ótrúlega fallegt og skemmtilegt þegar fólk er með mikið af persónulegum myndum heima hjá sér, það gerir heimilið svo hlýlegt og heimilislegt.
Því miður þá hef ég ekki verið nógu dugleg við það hingað til… kannski af því að allar mínar myndir eru inn á tölvunni og maður er smá tregur við að prenta þetta allt saman út og innramma…
En nú verður breyting á því:)

Ég er búin að týna saman myndir og ýmislegt og svo verður farið í ramma leiðangur um helgina.
Mig langar helst að hafa alla liti, gerðir og týpur af römmum, ekki bara svarta eða hvíta stílhreina.




Það er að sjálfsögðu hægt að leika sér endalaust með þetta. Ég kvíði mest fyrir að þurfa að fara að raða þessu og ákveða hvernig þetta á vera og að ég eigi endalaust eftir að vera að breyta þessu og bæta við hehe…



Svo finnst mér svona”inspiration boards” alltaf grúví.
Ég hef líka langalengi ætlað að gera þannig…

Og svo ef þú átt engar myndir má alltaf bara skella stafrófinu upp á vegg!:)

-R


New look

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. svana

    9. February 2010

    Rakel við erum svo samstilltar!
    Hvernig er þetta hægt…:)

  2. óskalistinn

    9. February 2010

    gerði svona vegg fyrir nokkrum mánuðum – ég ætlaði að finna allsk konar fallega ramma, marga og ólíka en gafst upp á leitinni og keypti bara fullt af svörtum römmum í ikea .. ekki einu sinni Kolaportið bjargaði mér :(

  3. SVART Á HVÍTU

    10. February 2010

    Já er það… ég var að spá í að kíkja í Góða hirðinn á eftir, Tiger og Sostrene Grene… Sjá hvað kemur útúr því, annars er það bara IKEA eða ILVA ;)

    -Rakel

  4. valborg

    10. February 2010

    Hæhæ, sorrý veit að þetta er ekki tengt póstinum en langaði að spurja hvort þið vissuð eitthvað hvar væri hægt að redda sér svona “hollywood” make up spegli með svona ljósaperum í kring, hér á íslandi?

    (eitthvað svona http://www.gldproductions.com/images/product-images/Large-Make-Up-Mirror-1.jpg )

    ég fann þetta í ikea, http://ikea.is/categories/305/categories/645/products/1130 en bæði er þetta bara ein lína og það er bara hægt að tengja þetta beint í ljósastæði en ekki hægt að setja bara í samband :/

    annars bara takk fyrir frábært blogg, les á hverjum degi! ;) líst vel á myndaveginn, maður þyrfti að vera duglegri að fara með myndir í framköllun…

  5. SVART Á HVÍTU

    10. February 2010

    Nei því miður þá veit ég það ekki, mér datt strax í hug IKEA ljósið sem þú talaðir um, ég var einmitt sjálf að spá í þessu fyrir nokkru og kíkti á það…
    En ef einhverjar stúlkur vita hvar svona fæst endilega láta okkur vita:)

    -Rakel

  6. óskalistinn

    10. February 2010

    jamm, vonandi finnurðu fullt :)
    svo langaði okkur líka að finna alls konar flúraða útskorna ramma í ólíkum stærðum og mála þá alla í sama lit. en ég er eiginlega over it, langar miklu frekar í brúntóna viðarramma