fbpx

PERFUME TOOLS

Hitt og þetta

Það er gaman að sjá fólki sem maður þekkir ganga vel, en fyrrverandi bekkjarsystir mín, Jody Kocken dúxaði frá Design Academy Eindhoven nýlega og útskriftarverkefnið hennar var líka valið eitt af 10 bestu af hönnunarsíðunni Dezeen.com. Með ofnæmi fyrir ilmvötnum ákvað Jody að hanna lausn þannig að hún gæti gengið með ilmvatn. Verkefnið hennar heitir Perfume tools, en það er lína af skarti sem hægt er að setja á opið ilmvatnsglas og dregur það í sig ilm. Þegar þú gengur svo með skartið gefur það frá sér ilminn…

Myndir: Rene van der Hulst & Jody Kocken

Mér finnst þetta vera svo fallegt að ég kemst ekki yfir það.. öll framsetning og lokaniðurstaðan er svo falleg. Ég hefði reyndar aldrei búist við öðru af henni. En í dag er hún í starfsþjálfun hjá hollenska hönnunarteyminu Scholten & Baijing sem er í miklu uppáhaldi hjá mér.. þau hönnuðu meðal annars uppáhaldsrúmfötin mín, þessi hér:

Ef þessi stelpa er ekki rísandi stjarna.. þá veit ég ekki hvað.

HOLLENSKA HÖNNUNARVIKAN

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Elsa Ýr

    25. October 2012

    Ég sá um daginn að það er til svona ilmvatnshálsmen í Aftur. En ekkert smá fínir skartgripir.

    • Svart á Hvítu

      26. October 2012

      Já er það! ég þarf að fara að gera mér ferð í Aftur og skoða nýju verslunina:)

  2. SigrúnVikings

    27. October 2012

    Æðisleg hugmynd og mjög fallega útfærð! :)