fbpx

PAKKAÐ

Fyrir heimiliðPersónulegt

Eins og sum ykkar vita kannski, þá er ég að pakka niður þessa dagana. Vandamálið er bara að ég er alveg hræðilega léleg í því, dett í e-ð nostalgíu kast og fer að skoða allt draslið mitt, lesa bréf og annan óþarfa. Um helgina fannst mér ég allt í einu þurfa nauðsynlega að tímaraða og flokka öll tímaritin mín, guð forði mér frá því að flytja óflokkuð tímarit með mér á milli húsa! Einnig er ég búin að tæma alla skápa og flokka hlutina vel og vandlega, fylli kassa og poka af hlutum sem enda í Góða Hirðinum/Rauða Krossinum, en því sem að ég vil halda er raðað aftur smekklega inn í skáp (ekki ofan í kassa).

Þessi kisi fylgir mér eins og skugginn minn:)

Er að íhuga að skella þeim öllum í svona veglegan (tímaraðaðann) bunka á nýja heimilinu:)

6 dagar til stefnu, koma svoooo…

NÝTT : HAY LUP

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Rakel

    26. August 2013

    Haha þú ert dásamleg. Nú sé ég afhverju þú kemur alltaf færandi hendi með blöð til mín, þú hefur ekki pláss fyrir fleiri ;) Ég kvarta samt alls ekki!

    • Kristbjörg Tinna

      30. August 2013

      Kemur fyrir í saumaklúbb að maður fær að heyra “fyrstur kemur fyrstur fær”. Mjög gott :) Annars er ég alveg að fíla tímaröðina!!

  2. Álfrún

    26. August 2013

    Þessi kisa er nú meira sjarmatröllið – ofurkrútt – gangi þér vel að pakka!

  3. Herdís

    26. August 2013

    Mikið er hann Betúel nú mikið krútt!
    Gangi þér vel að pakka :)

  4. bryndis stefans

    26. August 2013

    væriru til í að segja mér hvaða innanhúsarkitektar blogg þú skoðar?

    • Svart á Hvítu

      26. August 2013

      Hæhæ, það er mjög misjafnt eftir dögum, stundum tek ég heila viku þar sem ég opna engin blogg bara Pinterest:) En flest öll blogg sem ég skoða eru hér til hliðar í hægri stikunni, það skorar ekkert hærra en annað. Er með þau öll seivuð í Bloglovin og þar fæ ég random blogg upp að hverju sinni:)
      -Svana

  5. Reykjavík Fashion Journal

    26. August 2013

    ohh ég sest reglulega niður og flokka tímaritin eftir gerð og tíma – dásamleg kvöldskemmtun:) Mitt safn stefnir í 3 svona bunka eins og á neðri myndinni ;)

  6. Pattra's

    28. August 2013

    Þessi kisi lætur mig langa í kisu og þá er mikið sagt!