Eins og sum ykkar vita kannski, þá er ég að pakka niður þessa dagana. Vandamálið er bara að ég er alveg hræðilega léleg í því, dett í e-ð nostalgíu kast og fer að skoða allt draslið mitt, lesa bréf og annan óþarfa. Um helgina fannst mér ég allt í einu þurfa nauðsynlega að tímaraða og flokka öll tímaritin mín, guð forði mér frá því að flytja óflokkuð tímarit með mér á milli húsa! Einnig er ég búin að tæma alla skápa og flokka hlutina vel og vandlega, fylli kassa og poka af hlutum sem enda í Góða Hirðinum/Rauða Krossinum, en því sem að ég vil halda er raðað aftur smekklega inn í skáp (ekki ofan í kassa).
Þessi kisi fylgir mér eins og skugginn minn:)
Er að íhuga að skella þeim öllum í svona veglegan (tímaraðaðann) bunka á nýja heimilinu:)
6 dagar til stefnu, koma svoooo…
Skrifa Innlegg