Á hverju ári fæ ég alltaf sömu spurninguna og það er alltaf jafn fátt um svör. “Hvað langar þig í afmælisgjöf?”
Ég sem hef atvinnu af því að skoða í búðir og fylgjast með nýjum vörum, get ekki með nokkru móti svarað svona spurningu á auðveldann hátt. Ég er í fyrsta lagi vön því að fá mér bara það sem mig langar í, og það “köttast” mjög hratt af óskalistanum mínum hvað varðar heimilið. Svo er oft með hlutina sem tróna efst á listanum, að þeir eru bara svo asskoti dýrir + það að fást ekki á Íslandi. Eins og þessir dásemdar svörtu hnífar frá Stelton. (sem er reyndar hægt að panta)…en ég fer nú varla að biðja um slíkt.
:)
Skrifa Innlegg