Ég hef lengi fylgst með Deborah Gordon/A piece of cake á pinterest og instagram en þar birtir hún reglulega myndir af heimili sínu og myndum héðan og þaðan. Margir hafa hvatt hana til að stofna bloggsíðu sem hún nýlega gerði undir nafninu Ollie & Seb’s haus.
Ég elska nýjustu færsluna hennar en þar segir hún það sem ég er akkúrat búin að hugsa um í allann dag. “I have simplified everything in the living room and slowly I will start putting things back into place. I normally strip everything right back which gives a clearer vision to where new objects should be placed.” Þetta er svo innilega góð hugmynd, að losa rýmið undan hlutum sem hafa eignað sér sinn stað án nokkrar ástæðu, og sjá hvort jafnvel megi hvíla nokkra hluti í leiðinni.
Skrifa Innlegg