fbpx

OH you pretty things

Hönnun
Mikið yndislega er gaman að skoða fallega hluti. Ég hreinlega elska að fletta tímaritum og bókum sem sýna fallega hönnun. Þarf eflaust að panta gám undir allar verðandi bækurnar mínar hér í Hollandinu því ég er on fire á buy takkanum á Amazon.com!

Rocking Collection. Samstarf tískurisans Diesel og hönnunarrisans Moroso.
Ef ég ætti bar þá yrðu þessir úber flottu stólar fyrir valinu.

Rocking Beauty eftir Guðrúnu Lilju en hún lærði húsgagnasmíði á Íslandi og hélt svo útí nám til Hollands í Design Academy Eindhoven. Í dag rekur hún hönnunarfyrirtækið Studio Bility.

Það er eitthvað svo einstaklega fallegt við þessa stóla en eru samt svo hræðilega corny.
Hannaðir af Tokujin Yoshioka fyrir Moroso.

Postulínskanína eftir Katrínu Ólínu fyrir Rosendhal.



Svo á ég í ástarsambandi við Ittala. Oh so pretty.
En svo hræðilega viðbjóðslega dýrt!
Hann Alvar Aalto myndi hreinlega snúa sér við í gröfinni vissi hann það.
Er sjálf að safna stóru ísskálunum hér að ofan-nýtist undir margt annað reyndar.
Í öllum litunum, því marglitað er jú svo skemmtilegt.
Svo á ég líka fallegu Ultima Thule glösin.
xoxo

-S

Ponyhair

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Rakel

    9. December 2009

    Ég á líka ÞRJÁR ísskálar, elska þær, uppáhalds og verðmætasta innbúið mitt ;)

  2. Aslaug

    9. December 2009

    Ohh já Ittala skálarnar eru svo ooofsa pretty!!! í augnablikinu er ég að safna Eva Solo pottum og pönnum í jólagjöf svo að Ittala þarf að bíða þangað til næst híhí ;)

    Elska að fá gjafir í búið – VÁÁÁ!

  3. Eyrún

    9. December 2009

    “Like” á rafmagnssnúruna maður! Þetta er alltaf að flækjast fyrir manni!

  4. SVART Á HVÍTU

    9. December 2009

    Fínt að láta skálarnar bíða smá áslaug, þær eru svo hrillilega dýrar núna. En fallegar eru þær:)
    Einn daginn mun ég dúlla mér heima og raða rafmagnssnúru á vegginn haha. Mega töff

  5. Steinunn

    10. December 2009

    Ég elska líka Ittala. Á svona blómavasa sem ég fylli af túlípönum við hvert tækifæri. Love it:) Sá svona ísskálar í Epal um daginn og ætlaði að skella mér á nokkrar þangað til ég sá verðið… :) But one day…
    Ertu að safna einhverjum einum ákveðnum lit af ísskálunum eða blandaru litunum saman?
    Kv. Steinunn

  6. SVART Á HVÍTU

    10. December 2009

    Ég ætla að safna kannski 6-8 stykkjum og þá í mismunandi litum sem passa þó saman:) ég er ekki jafn skotin í öllum litunum. Er hrifnust af skálunum með brúnum og gráum tónum og svo brúnbleika og skærbleika:) Held að þær yrðu mjög flottar saman.

  7. Anonymous

    11. December 2009

    er að elska bloggin ykkar stelpur :D keep up the good work!

    Kv. Beggý