fbpx

Nýtt uppáhalds

Hitt og þetta
Ég get ekki sagt það nógu oft, en ég ELSKA að fara á markaði og gramsa gramsa gramsa.
Mér er hálf illt vitandi til þess að ég flytji til Íslands í lok júlí og þar er ekki að finna þessa yndislegu markaði
(ég veit jú af góða hirðinum og koló en það er ekki nóg fyrir fíkil eins og mig)
p.s. Afsakið hrikaleg gæði á símamyndunum ásamt einstaklega ljótum bakgrunn því að herbergið mitt er jú einstaklega ljótt.


LOVE IT.
Fann þessa tyggjókúluvél í vikunni, á 2 evrur. Mjög gömul úr járni með glerkúlu.
Get ekki beðið eftir að fylla hana af bleikum tyggjókúlum og bjóða gestum uppá:)
En þeir þurfa samt að borga haha.

Fallegur hreindýrahaus sem verður hengdur upp í my future home.

Taskan sem ég pantaði af Modekungen er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Gylltu hnapparnir undir henni eru hrikalega flottir. Þarna sést líka glytta í hermannajakkann minn sem var fundinn á markaði í Antwerpen og skinnveskið mitt sem er gamalt:)

Fann þessa leðurpeysu í second hand búð í Antwerpen, heklaðar leðurpjötlur saman..
Mig minnir að verðið hafi verið um 15 evrur? Myndin gerir heldur lítið úr henni.
Og til hægri eru mínir uppáhalds. Hef þó aldrei notað þá en ég geymi þá í eldhúshillunni minni svo ég geti horft á þá á hverjum degi þegar ég vaska upp:)
Eitt sem ég hlakka til við að flytja heim er að ég get notað alla fínu skóna mína og föt aftur.
Því að hér úti eru joggingbuxur mitt uppáhald. Án gríns:/

Þessir voru nú ekki fundnir á markaði, en datt inná útsölur í HM í fyrradag og fann þessa kjóla á 1600kr stk. Gat ekki neitað mér um þá.

-Svana

umfjöllun.

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Ragga

    19. June 2010

    hvar fékkstu þessa klikkuðu skó?!

  2. birna

    19. June 2010

    ahh elska svona gramserí á markets — það er líka hægt að fara í Nytjamarkað Samhjálpar herna heima, svipað góða hirðinum, en meira með smáhluti og svona!!

    geeeðveik tyggjóvélin og skórnir..vává

  3. The Bloomwoods

    20. June 2010

    tyggjókúluvélin er SNILLD!
    hefur alltaf langað í þannig! :)
    annars elska ég líka alex wang inspired töskuna og hef mikið verið í að spá í að kaupa mér hana, en hélt alltaf að hnapparnir undir henni væru silfraðir? eru þeir gylltir?
    gott að geta spurt einhvern sem á! :D

  4. Hildur Dis

    20. June 2010

    Eins gott að ég sé að koma í heimsókn til þín til að koma öllu þessu dóti sem þú ert stanslaust að kaupa heim;)12 dagar… jíbbí
    Lúkkar allt mjög vel, en ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um þennan hreindýra haus

  5. Svana

    20. June 2010

    Ekta A.Wang töskurnar eru í boði með silfruðu og gylltu, ætli gyllta týpan sé ekki dýrari því flest celebin sjást með silfur týpuna:)
    En á modekungen.se var bara þessi í boði, ég er hæstánægð með hana enda mikið fyrir gull.
    -Svana

  6. Jing

    20. June 2010

    i see you've been round town shopping eh?!~ hahahaha… love your bubblegum machine btw… i think i'll drop by 1 day with a bag of bubblegums~~~ o^_^o

  7. svana

    20. June 2010

    Hahaha oh im so glad you left me a comment Jing!!:)
    Well its not all new… but the bubble gum machine is my ultimate favourite now hahaha.. Lets go on a mission to AH soon to find some pink bubblegums:)

  8. I MUST GET THAT

    20. June 2010

    Sá allveg eins leðurpeysu í Spútnik í seinustu viku nema hún kostaði aðeins meira eitthvað um 10.000! Hún er mega kúl en ég tímdi samt ekki allveg!

  9. Eva

    22. June 2010

    SVANA!!! Þetta er hausinn af bamba! Blómakjóllinn úr H&M er ekkert smá kjút, held ég verði að kemba útsöluna þar aðeins betur!