fbpx

NÝTT: KREMLITAÐ & LEKKERT FRÁ BITZ

EldhúsFyrir heimiliðHönnunSamstarf

Eins og einhver ykkar vita þá er ég mjög hrifin af vörunum frá Bitz og hef verið að safna stellinu frá þeim undanfarin ár. Nýlega bættist við vöruúrvalið þeirra nýr kremlitur sem heillar mig mikið og allt í einu sá ég fyrir mér jafnvel að skipta mínum svörtu matardiskum út fyrir þessa kremuðu… það myndi að minnsta kosti passa ansi vel við ljósa eldhúsið mitt og bleiku diskana eða skálarnar sem ég nota dagsdaglega. Það kemur mjög vel út að blanda saman nokkrum litum og áferðum – gler og keramík fyrir smá stemmingu og algjör óþarfi að mínu mati að safna bara einum lit. Borðhaldið verður litríkara og meira lifandi sem gerir óneitanlega skemmtilegra að leggja á borð. En þau ykkar sem kjósið lágstemmdari stíl þá er kremaða línan í heild sinni án efa eftir að falla vel í kramið.

  

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem lýsa vel stemmingunni sem ég kýs við mitt matarborð. Svo litríkt og girnilegt.

// Myndir : Bitz

Sjá þetta fínerí… ég bráðna auðvitað smá yfir síðustu bleiku myndinni en ætla að gefa Andrési mínum séns að þurfa ekki að hafa aaalveg allt í bleiku!

 // Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

LJÓSIN SEM MIG LANGAR AÐ SAFNA...

Skrifa Innlegg