fbpx

NÝTT: GWENETH BAG

PersónulegtVerslað

Ein af mínum bestu vinkonum kom færandi hendi heim frá útlöndum í síðustu viku og meðal þess sem ég fékk var þessi fallega Gweneth taska frá Day Birger et Mikkelsen sem mig var búið að langa mikið í. Ég er með nokkurskonar “ofnæmi” fyrir skiptitöskum/bleyjutöskum og ég var búin að leita og leita af einni sem gæti hentað í það hlutverk og þessi endaði efst á óskalistanum. Mig langar endilega til að sýna ykkur töskuna þrátt fyrir að fæst ykkar séuð í bleyjuhugleiðingum þá er þetta líka hin hentugasta ferða og ræktartaska! Verðið er mjög sanngjarnt eða um 50 pund og er taskan til í ótrúlega mörgum útgáfum og litum.

IMG_0767 IMG_0766 IMG_0768

 Þessi var keypt í Danmörku en þar er hún t.d. seld í Magasin, Kastrup ásamt verslunum DAY.

Hægt að skoða nánar hér. 

INNLIT: DRAUMAÍBÚÐ

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Anonymous

    6. August 2014

    Ótrúlega flott taska en hvar fékkstu herðatrén ?

  2. ásta hemanns

    6. August 2014

    ó hvað ég er sammála þér með þessar skiptitöskur…var í miklum vandræðum að finna “staðgengil” í það og endaði með fallegann bakpoka í verkefnið :)

  3. Helena

    6. August 2014

    Fjallraven er snilldar skiptitaska, sem síðan breytist í leikskólatösku og svo skólatösku :)

  4. Bryndís stefánsdóttir

    6. August 2014

    hvaðan er fatasláin ?

    • Svart á Hvítu

      6. August 2014

      Ég fékk hana af gömlum verslunarlager og spreyjaði hvíta… veit því miður ekki hvar sambærileg myndi fást:/

  5. Hildur

    4. November 2014

    Ertu komin með reynslu á töskunni? Mælirðu með henni sem skiptitösku?

    • Svart á Hvítu

      4. November 2014

      Hún hentar mér mjög vel, það er eitt lítið hólf í henni þar sem ég geymi litla hluti í sem annars týnast í stærra hólfinu. En svo er ekki nema bara nokkrar bleyjur, föt til skiptanna og blautþurrkubox í töskunni alltaf svo það þarf engin sérhólf fyrir það mín vegna:) Svo er hún nógu rúmgóð fyrir fullt af öðru drasli af mér sem ég á til að troða í hana. Ég mæli alveg 100% með henni, en ef þú ert skipulagsfrík þá mögulega viltu fá tösku með fleiri hólfum í!
      MBK.Svana:)

      • Hildur

        6. November 2014

        Takk fyrir svarið :) Ég er nú ekkert öfga skipulagsfrík svo lengi sem ég er bara með það sem er nauðsynlegt með mér. Ég er alvarlega að pæla í að fá mér þessa, svo fín! :)