fbpx

NÝTT ÁR OG NÝTT Á ÓSKALISTANUM

BækurÓskalistinn

Gleðilegt nýtt ár elsku lesendur! Vonandi uppfyllti gærkvöldið ykkar allar ykkar væntingar og að þið takið á móti nýja árinu með gleði í hjarta. Já smá væmni er alveg leyfð á þessum fyrsta degi besta ársins hingað til, ég get ekki beðið eftir að sjá hvað þetta ár færir mér:)

Byrjum á óskalistanum því þrátt fyrir margar innihaldsríkari óskir sem ég hef þá er alltaf pláss fyrir hluti á þessum lista mínum! Það er gaman að safna bókum sem fjalla um áhugamálið manns og ég hef mjög gaman af bókum um falleg heimili. Bókin The chamber of curiosity frá Gestalten situr efst á óskalistanum mínum um þessar mundir, falleg bók sem sýnir allskyns ólík heimili frá öllum heimshornum, dálítið bland í poka sem er oft besti innblásturinn. Í bókinni er lögð áhersla á að segja söguna á bakvið heimilin og fólkið og skilur mann þá eftir með aðeins meira en þegar fókusinn er á trendin. Mjög spennandi að mínu mati. Bókin kostar um 6 þúsund krónur og fæst t.d. hér. 

2-The-Chamber-Of-Curiosity-gestalten-yatzer10-The-Chamber-Of-Curiosity-gestalten-yatzer-1 thechamberofcuriosity_press_p202-203 8-The-Chamber-Of-Curiosity-gestalten-yatzer 7-The-Chamber-Of-Curiosity-gestalten-yatzer 4-The-Chamber-Of-Curiosity-gestalten-yatzer 16-The-Chamber-Of-Curiosity-gestalten-yatzer 12-The-Chamber-Of-Curiosity-gestalten-yatzer 14-The-Chamber-Of-Curiosity-gestalten-yatzer 6-The-Chamber-Of-Curiosity-gestalten-yatzer
Ég vona að þessar bókaábendingar mínar komi einhverjum ykkar að góðum notum og vonandi deilir einhver ykkar þessum heimilisbókaáhuga með mér:)

ÁRAMÓTAKVEÐJA

Skrifa Innlegg