Það var að opna ný netverslun í gærkvöldi sem heitir Snúran.is en þar er hægt að versla heilan helling af fallegum vörum fyrir heimilið! Ég er búin að bíða spennt eftir að verslunin opni eftir að ég rakst á þau á facebook um daginn. Verk eftir einn uppáhalds grafíska hönnuðinn minn fást nefnilega þarna, en það er hin danska Nynne Rosenvinge. Ég er aðeins búin að liggja yfir þessu núna í morgun og tók saman nokkrar flottar vörur til að sýna ykkur:)
Algjört bjútí, verðið kom mér reyndar skemmtilega á óvart, frá 2.990 – 3.990 kr.
Svo eru það fallegu Nagelstager kertastjakarnir! Hannaðir árið 1965 af þýska hönnuðinum Fritz Nagel. Hingað til hefur helst verið hægt að finna slíka stjaka á antíkbúðum og flóamörkuðum en núna er hafin endurframleiðsla á þessum fallegu kertastjökum! Jibbý.
Enn meira eftir hana Nynne vinkonu mína en þessar hér að neðan eru stílabækur:)
Og svo er það toppurinn, ég er að fíla þessa töluhanka í tætlur, annaðhvort þá fyrir forstofuna eða barnaherbergi.. eða svefnherbergi:)
Töff ljós frá HK Living
Og svo nokkrir fallegir púðar og teppi í sófann:)
Þetta er dálítið vorlegt og fallegt á litinn…
Mér finnst alveg frábærar fréttir þegar að úrvalið af heimilisvörum eykst hér á landi svo ég er gífurlega ánægð með þessa fínu viðbót:)
Ég mæli með að kíkja og skoða úrvalið á Snúran.is
:)
Skrifa Innlegg