Fatahönnuðurinn og búðarkonan Sigrún Rut Hjálmarsdóttir var að opna nýja verslun á Laugavegi 45 í síðustu viku. Verslunin sem selur að mestu leyti fatnað lumar einnig á ofsalega fallegum hlutum fyrir heimilið, svosem, gull+silfur skálum, glerkúpla, bakka, vatnsflöskur, krukkur, kerti og annað fínerí:)
Þessar gull og silfur skálar eru nokkrum númerum of fallegar.
Flott gólfið í mátunarklefanum, hvernig væri það að lakka heilt gólf í svona trylltum lit? t.d baðherbergi?:)
Þessi kápa bað mig um að kaupa sig..
Innilegar hamingjuóskir með fallegu verslunina þína elsku Sigrún
Og ég mæli líka með að like-a facebook síðu NUR því að spennandi leikur er að hefjast soon, og til mikils að vinna!
xxx
Skrifa Innlegg