Það eru fáir sem komast með tærnar þar sem Nendo hönnunarteymið hefur hælana.
(að minnsta kosti að mínu mati)
Ég hef undanfarið verið slefandi yfir nýjustu línunni þeirra „Think black lines“ sem var frumsýnd í London í september.


En núna hef ég uppgötvað nýjan hönnuð sem á hug minn allann, hann Chulan Kwak sem er frá Kóreu.
Ég er ástfangin af útskriftarverkefninu hans frá Design Academy Eindhoven ( gamla skólanum mínum:)
Og JÁ, það er hægt að vera ástfangin af borði!
Hann gerði þetta gullfallega borð úr járni sem gefur okkur samt þá tilfinningu að við séum að horfa á tréborð!
„Materializing without material“

Og fyrir þá sem áhuga hafa, þá er heimasíðan hans HÉR.

Skrifa Innlegg