fbpx

modekungen.se

Modekungen er frekar flott sænsk netverslun. Og er ég sérlega hrifin af skónum hjá þeim.
Er búin að vera í þvílíku skó missioni í kvöld/nótt en ekki hefur mér tekist að finna Zöru stígvélin.
En fann þó þessi úber flottu stígvél sem væru mjög flott í vetur. Svo eru þau einnig á útsölu núna á aðeins 5þús krónur!! Datt í hug að benda á þau þar sem ég kannaði nokkrar skóbúðir á Íslandi í síðustu viku og átti ekki efni á einu pari!
P.s. ástæðan fyrir að þau eru á útsölu er að þau eru bara til í 35 og 36! hehe:)
En svo var ég líka í tösku missioni þar sem mig langar mikið í Rocco bag eftir Alexander Wang en á alls ekki 170þúsund krónur fyrir henni.
Ég veit að það er eftirlíking væntanleg í Bianco, en þar sem sú búð er ekki í Hollandi og ég mjög óþolinmóð manneskja ákvað ég að finna aðrar leiðir:)
Þetta er hin upprunarlega Rocco bag, en hún var í fyrstu kölluð Coco en vegna málsóknar var ákveðið að breyta nafninu því nafnið Coco tengist jú tískuhúsinu Chanel.
Allar flottustu stjörnurnar eiga eitt stykki Rocco bag en hún er til í nokkrum öðrum týpum þó svarta leðurtýpan sé allra flottust.
Þetta er eftirherman sem ég sá inná Modekungen en hún er á 749SEK sem eru um 12þúsund krónur.
Og þeir segjast shippa international svo ég býst fastlega við að Ísland sé inní því:)

Getið skoðað HÉR

-S

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. StarBright

    14. May 2010

    ooohh ég þrái Alexander Wang töskuna ! en já eftirherma á 12.000 kall er alls ekki slæmt !

  2. Rakel

    14. May 2010

    ó vá þessi taska er flooott!!

  3. Anonymous

    14. May 2010

    jæks.. love them shoes!!!

    spurning um að klippa tærnar af? djok..

    karen lind

  4. Anonymous

    14. May 2010

    Úffff þetta er aðeins of falleg taska og skórnir eru líka geðveikir !!!

    – Bára

  5. SVART Á HVÍTU

    14. May 2010

    Já klippti eins og ég gat af nöglunum í gær en það var víst ekki nóg. Skórnir verða ekki mínir, en taskan verður MINE:)
    -S

  6. Anonymous

    14. May 2010

    Taskan virkar rosa flott en mér finnst 12.000 samt svoldið mikið fyrir gervi – leður tösku.

  7. ólöf

    17. May 2010

    Rocco taskan er svo geðveikt flott..en ég varð svolítið (kannski óþarflega) sár þegar ég las frá bloggara einum sem hafði splæst í eintak handa sér að hún hafði notað töskuna 4sinnum og þá væri bara allt í hakki, plús einhverjar buxur sem systir hennar rétt byrjaði að nota – bæði frá Alexander Wang..og ef þetta er rétt og ekki bara hún sjúklega óheppin eða að ýkja þá finnst mér það alveg næstum dónalegt, því svona vörur eftir gæðahönnuði eiga að vera gæðavörur líka með endingu í lagi..

    og ef þetta er rétt þá myndi ég mun frekar vilja eftirlíkingu á 12þúsund heldur upprunalegu á 170þúsund..:/

  8. SVART Á HVÍTU

    17. May 2010

    Jiminn, það finnst mér vera hræðilegt! ég held ég myndi kæra fyrirtækið ef að þetta væru svona léleg gæði fyrir allann þennan pening. Læt ykkur vita með gæðin á fake-inu þegar ég fæ hana í hendur:) Hlakka mikið til.
    En 12þúsund er bara ekki mikið fyrir gervi leðurtösku ef þú kannar verðið í fleiri búðum.. Þetta er bara heimurinn sem við búum í !:) Taska í þessari stærð með þessum detail-um eins og járnhnöppunum færðu ekki ódýrari:/
    -S

  9. ólöf

    17. May 2010

    nei einmitt, frekar gott price fyrir svona tösku..endilega láttu okkur vita þegar þú færð hana í hendurnar, vona að hún sé góð..hún er allavega flott:) en já, ég myndi allavega verða öskuill, meira en öskuill..enda er þessi bloggari búnað fara í búðina að kvarta (vona að hún hafi fengið nýja) og er að vinna í emaili til þeirra sagði hún..ég er bara svo hissa, maður á ekki að heyra svona sögu um svona verðmæti