fbpx

MEST TRENDÝ PLANTAN: RIFBLAÐKA

Ég hef áður skrifað um dálæti mitt á rifblöðku (Monstera Delicosa) og er að sjálfsögðu ekki ein um það, plantan hefur jú undanfarið notið vinsælda meðal bloggara og víða sést í innanhússtímaritum. Hún hefur þó ekki fengist hér á landi í smá tíma en ég fékk ábendingu frá lesanda fyrir helgi að þær væru komnar í Blómaval, því langaði mig til að deila þeim upplýsingum með ykkur lesendum. Ég veit að það voru fleiri en ég á höttunum eftir slíkri plöntu, ég fékk mig þó ekki til að kaupa mér stykki þar sem verðið var of hátt fyrir minn smekk.

Ég fékk að deila myndum af instagramminu hjá einni afar smekklegri þar sem plantan fína sést, Hafdísi Hilmars: @hafdishilm

Screen Shot 2015-02-08 at 21.39.37 Screen Shot 2015-02-08 at 21.37.36

Ég fékk mér þó eina litla og fína bergfléttu í staðinn (reyndar í Garðheimum), jú þessi sunnudagur fór s.s. í plöntuleiðangur:)

Vonandi var helgin ykkar góð!

EITT GAMALT & GOTT

Skrifa Innlegg

13 Skilaboð

  1. Bríet Kristý

    8. February 2015

    Hvert var verðið? og hvað kostaði bergfléttan?

    Ég elska plöntur en þekki EKKERT inná þær. Væri gaman að fá plöntublogg… ef það hefur ekki komið ;)

    • Svart á Hvítu

      8. February 2015

      Kostaði 6900 kr!! Var samt að heyra frá einni núna að þær væru mjög ódýrar í Hveragerði, eflaust í gróðrastöðinni þá?
      En bergfléttan var á 1600 minnir mig? Skal birta mynd af henni á morgun, hún er mjög falleg:)
      Plöntublogg hljómar vel!

  2. Pálína

    8. February 2015

    Ég keypti rifblöðku í Garðheimum í síðustu viku og hún kostaði 2.500. Voru þær uppseldar?

    • Svart á Hvítu

      9. February 2015

      Já hlýtur að vera, ég sá engar þar og leitaði nokkuð vel:) Það er þó betra verð!

  3. HÚSASUND

    8. February 2015

    Ég heimsótti einmitt Blómaval í dag og nældi mér í eitt stykki, var svo heppin að eiga gjafakort :)

  4. Margrét

    9. February 2015

    Vá ótrúlega flott! Sammála Bríet, það væri skemmtilegt að sjá plöntublogg.
    Hlakka til að sjá myndina af þinni bergfléttu :)

  5. Anonymous

    9. February 2015

    Svana þú settir inn í haust minnir mig comment um einhverja rosalega flotta hönnunarbók sem var frekar dýr. Þú sagðir að þessi bók væri til sölu í einhverri hönnunarbúð hérna? Nú vantar okkur einhverja flotta bók í gjöf, væri frábært ef þú gætir hjálpað mér að finna þessa bók? Kveðja RM.

    • Svart á Hvítu

      10. February 2015

      Hmmmm ertu ekki að tala um Malene Birger bókina? Fyrri bókin er flottari finnst mér… komnar 2 út, þær fást í Kúltúr og Eva!
      Dettur það bara í hug ef ég nefndi dýra bók:) Svo er alveg agalega lítið úrval hér heima af svona djúsí bókum finnst mér.
      -Svana

  6. Silja

    11. February 2015

    Monstera er komin í Ikea, um 2500 kr :)

  7. Þórdís

    13. February 2015

    Veit einhver hvað þessi aspasplanta þarna á bakvið heitir? ;)

    • Hafdís

      14. February 2015

      Hæ, plöntuheitið er ‘Sansevieria Cylindrica’. Keypt í Ikea í DK, veit ekki hvort hún sé í Ikea á Ísl. ;)

  8. Jóna Ósk Lárusdóttir

    17. February 2015

    Nú fæst rifblaðkan (Monstera deliciosa) í blómabúðinni í Portinu Nýbýlavegi 8, ótrúlega fallegar, hægt að skoða glæsilega blómabúð í leiðinni ;-)