Ég hef áður skrifað um dálæti mitt á rifblöðku (Monstera Delicosa) og er að sjálfsögðu ekki ein um það, plantan hefur jú undanfarið notið vinsælda meðal bloggara og víða sést í innanhússtímaritum. Hún hefur þó ekki fengist hér á landi í smá tíma en ég fékk ábendingu frá lesanda fyrir helgi að þær væru komnar í Blómaval, því langaði mig til að deila þeim upplýsingum með ykkur lesendum. Ég veit að það voru fleiri en ég á höttunum eftir slíkri plöntu, ég fékk mig þó ekki til að kaupa mér stykki þar sem verðið var of hátt fyrir minn smekk.
Ég fékk að deila myndum af instagramminu hjá einni afar smekklegri þar sem plantan fína sést, Hafdísi Hilmars: @hafdishilm
Ég fékk mér þó eina litla og fína bergfléttu í staðinn (reyndar í Garðheimum), jú þessi sunnudagur fór s.s. í plöntuleiðangur:)
Vonandi var helgin ykkar góð!
Skrifa Innlegg