Við fengum ábendingu um þessi stígvél sem voru að koma í Friis og Company.
Svipar mjög til Miu Miu stígvélanna sem komu síðasta sumar, en þau kosta um 870$ sem er u.þ.b. 110þúsund krónur. Sem er þó nokkuð ódýrt miðað við Miu Miu stígvél! (ódýrt riiiight)
Vil benda ykkur á gamalt DIY blogg sem Rakel skrifaði einmitt um þessa skó;
Talandi um merkjavörur, þá var ég að koma heim úr dagsferð í Design Outlet, en það er keðja af outlet-um um alla Evrópu sem selja vörur á þvílíkum afslætti og niðursettu verði. Oft er þetta síðasta season, stundum nýjar vörur. Stundum er þetta gamlir lagerar, eða það kviknaði í búðinni en lagerinn bjargaðist? En ég gerði kjarakaup..keypti gullfallegann bol og pils í Filippa K og hinar ýmsu vörur í Body Shop. Borgaði 11 evrur(1900kr) fyrir stórt coconut body butter, stóra body lotion, body scrub og ilmkerti mmm. Man ekki betur en að heima kosti bara Body Butter hálfa hendi.
En þarna eru búðir allt frá Gucci, D&G, Prada, Boss, Diesel, Adidas, Nike, Dyrberg/Kern úff listinn er endalaus, en vel þess virði að kíkja við ef þið eruð einhverstaðar í Evrópu og eruð nálægt einu svona outlet-i
-S
Skrifa Innlegg