Sjöan er klassísk hönnun eftir Arne Jacobsen frá árinu 1955. Stóllinn er til í mörgum útgáfum, svo sem barstóll, skrifstofustóll, hvíldarstóll og barnastóll. Hægt er að fá stólinn í öllum heimsins litum og prýðir hann nú þegar mörg eldhús á Íslandi enda hefur Arne alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá okkur Íslendingum. Stóllinn er framleiddur af Fritz Hansen og er seldur í Epal, ef ekki á fleiri stöðum.
Árið 1952 hannaði Arne Jacobsen Maurinn, eða “The Ant”.
Upprunalega var stóllinn aðeins með 3 fætur en árið 1980 var þeim fjórða bætt við.
Skatan (the Ray Fish) er hönnuð af Halldóri Hjálmarsyni árið 1959 en hann lærði við The Danish school of Arts and Crafts í Cph. Halldór hannaði Skötuna í þeim tilgang að “bæta” hönnun Maursins sem Arne hafði gert aðeins 7 árum áður.
Nýlega var hafin framleiðsla á Skötunni eftir 40 ára hlé og hægt er að nálgast stólinn í Hraunhúsi, nýrri hönnunarverslun rétt fyrir utan Mosfellsbæ.
Eitt þykir mér augljóst, en það er að Halldór horfði augljóslega mikið til hans Arne Jacobsen
í hönnun sinni. . .
Hvað finnst ykkur?
-S
Skrifa Innlegg