fbpx

MARMARI

Fyrir heimilið

Ég rekst sjaldan sem aldrei á marmara á heimilum fólks annars staðar en í gólfi.
Hver ætli ástæðan sé, þetta er svo fallegt?  Ætli efnið sé bara of dýrt í dag, að fólk kjósi frekar að flísaleggja og mála (sem er líka fínt).
En hinsvegar rakst ég á skemmtilega frétt á Ferm Living síðunni, nýjasta nýtt frá þeim er einmitt marmara veggfóður!
Þetta lofar mjög góðu.
ps. takk fyrir rosa skemmtilegar viðtökur á póstinum hér að neðan. Ætla að vera virkari að sýna myndir héðan heima.

STIGINN MINN

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Agla

    25. August 2012

    Geðveikt veggfóðrið :)

  2. Mér finnst marmari oft vera svo yfirgnæfandi einhvernvegin þannig að ég hef ekki fílað hann mikið undanfarið en svona fallega ljós marmari lúkkar mjög vel, sérstaklega á milli efri og neðri skápana í eldhúsinu í staðin fyrir flísar (eða eins og hjá mér stálplötu (leiguhúsnæði))

  3. Svart á Hvítu

    27. August 2012

    Já þessi leiguhúsnæði eru náttúrulega bara ekkert að gera sig! haha mig dreymir svo um að eignast mitt eigið þar sem að ég má gera aaaaaallt:)
    -Svana

  4. Margrét Rós

    4. September 2012

    Ég er með marmar í eldhúsinu mínu og stærsti gallinn við hann er hvað hann er mikið DRASL! Hann þolir ekki einn dropa af hvítvíni/ediki/ávaxtasafa/þúskilur og þá er kominn mattur blettur. Þetta er svona frekar dýrt efni og þykir fínt en sjálft notagildið er alveg off. Reyndar er rosalega gott að fletja út deig á marmara but that is about it… haha! Það eru til aðrar miklu sterkari bergtegundir sem að þjóna hlutverki sínu sem eldhúsbekkur miklu betur

  5. Svart á Hvítu

    4. September 2012

    HA? vá hvað þetta kemur mér á óvart.. ekki það að ég hafi verið búin að kynna mér þetta neitt, ég gerði bara ráð fyrir því að þetta væri gott stöff .. dýrt = gott.. hmm ekki alltaf rétt reyndar:)! Ætli það sé ástæða þess hversu sjaldan ég sé þetta á heimilum..
    -Svana