Litir geta gjörbreytt andrúmsloftinu á heimilinu en hægt er að bæta við litum á svo ótalmarga vegu, með litríkum púðum, skálum, kertastjökum, mottum og húsgögnum. Þó ættum við einnig að íhuga að mála veggina á heimilinu, þó það sé jafnvel bara einn veggur eða eitt rými. Hér að neðan má sjá rými þar sem hálfur veggurinn hefur verið málaður í lit og VÁ hvað það kemur ótrúlega vel út. Klárlega hugmynd til að bæta á to do listann!
Hversu góð hugmynd er það að mála bleikt? Mjög góð hugmynd!
Svo er hægt að mála í ýmsum öðrum litum, og alltaf virðist það koma hrikalega vel út.
Rýmið hér að neðan slær svo allt út, fölbleikur á móti fölgrænum. Ótrúlega falleg útkoma.
Að mála í lit er einnig góð lausn til að afmarka viss svæði á heimilinu, t.d. sem höfuðgafl við rúmið, og á bakvið fatahengið. Ég veit ekki afhverju maður er svona oft hikandi við það að mála, síðan hvenær er það svona hrikalega mikið mál að mála bara aftur hvítt ef allt klikkar?
Skrifa Innlegg