fbpx

MÁLUM!

Fyrir heimiliðHugmyndirRáð fyrir heimilið

Litir geta gjörbreytt andrúmsloftinu á heimilinu en hægt er að bæta við litum á svo ótalmarga vegu, með litríkum púðum, skálum, kertastjökum, mottum og húsgögnum. Þó ættum við einnig að íhuga að mála veggina á heimilinu, þó það sé jafnvel bara einn veggur eða eitt rými. Hér að neðan má sjá rými þar sem hálfur veggurinn hefur verið málaður í lit og VÁ hvað það kemur ótrúlega vel út. Klárlega hugmynd til að bæta á to do listann!

half-geschilderde-muur

Hversu góð hugmynd er það að mála bleikt? Mjög góð hugmynd!half-geverfde-muur

 Svo er hægt að mála í ýmsum öðrum litum, og alltaf virðist það koma hrikalega vel út.

muur-half-verf

helft-muur-verven muur-twee-kleuren verf-lambrisering

Rýmið hér að neðan slær svo allt út, fölbleikur á móti fölgrænum. Ótrúlega falleg útkoma.

twee-kleuren-muur

Að mála í lit er einnig góð lausn til að afmarka viss svæði á heimilinu, t.d. sem höfuðgafl við rúmið, og á bakvið fatahengið. Ég veit ekki afhverju maður er svona oft hikandi við það að mála, síðan hvenær er það svona hrikalega mikið mál að mála bara aftur hvítt ef allt klikkar?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42

INNLIT HJÁ OFURSKVÍSU Í KAUPMANNAHÖFN

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Sigga Elefsen

    22. May 2015

    Það er líka svo gott fyrir sálina að hafa smá (mikið í mínu tilfelli ;) ) liti í kringum sig :)

  2. Bára

    24. May 2015

    Ég var einmitt að splæsa í hálfan vegg í síðustu viku, gæti ekki verið sáttari !! Núna langar mann bara að fara á flug og mála fleiri veggi :D :D Lítil vinna fyrir svo mikla fegurð :)

  3. Ég er einmitt að fara að mála svefnherbergi sonarins fljótlega – þ.e. ef við náum að tæma rýmið sem hingað til hefur verið notað sem geymsla einhverntíman. Rýmið er smátt en mig langar svo að mála einmitt svona 1/4-1/3 upp veggina. Það þarf bara aðeins að semja betur um litavalið en drengurinn vill helst fjólubláa veggi, bleikt gólf og gult loft. Sjáum til með það –

    • Svart á Hvítu

      3. June 2015

      Hahahahah nei vá það er of fyndið litaval!:) Einhvað segir mér að mamman muni ekki samþykkja það!
      Held þetta sé einmitt eitthvað sem ég þyrfti líka að gera við barnaherbergið hjá okkur… sem er einmitt líka smá geymsla ennþá!

  4. Pingback: Ideeen muur, wat kun je er allemaal mee?