fbpx

lesendabréf: hugmyndir fyrir glugga

Hugmyndir


Mér var að berast bréf frá lesenda og ætla að svara því hér:)
„Sæl
Þannig er mál með að ég er með svefnherbergisglugga sem er frekar nálægt götunni og u.þ.b. 2 metrar í gangstéttina ég er orðin að hálfgerðum róma og er alltaf með dregið niður, mér finnst óþægilegt að hafa gangandi vegfarendur svo gott sem uppí hjá mér,,, ef þú rækist á einhverja lausn eða ert með eitthvað í huga sem ekki felur í sér hina hefðbundnu filmu í glugga þá væri ég virkilega þakklát.“
Sæl, Ég hef áður svarað svipaðri spurningu, og læt einnig linkinn af þeirri færslu fylgja hér þar sem hægt er að sjá nokkrar sniðugar hugmyndir fyrir glugga ;Gömul færsla
Það sem mér finnst lang fallegast að nota í glugga til að gefa privacy en hleypa birtu inn um leið eru „gardínur“ sem hannaðar eru af Tord Boontje sem er hollenskur hönnuður. Þær heita „Until dawn“ og eru gullfallegar, en fást því miður ekki ennþá á Íslandi svo ég viti. En auðvitað er minnsta mál að panta þær af netinu!:)
Gardínurnar eru úr pappír sem rifnar þó ekki auðveldlega, þetta er heill ævintýraheimur og því mjög fallegt að hafa í svefnherbergisglugga og láta sig dreyma um bamba, kanínur og blóm hahah:)
Hægt er að fá Until dawn í nokkrum litum, svosem svörtum, bleikum, grænum og hvítum.
Þessar gardínur sá ég fyrst heima hjá vinkonu minni sem bjó í kjallaraíbúð með eldhúsglugga sem sneri útá götu í miðbæ Rvk.
Glugginn var lítill svo hún gat haft gardínurnar tvöfaldar og klippti þær nkl út í gluggann og límdi svo upp, sem gaf enn meira næði og kom æðislega vel út.

Skandinavísk íbúð

Skrifa Innlegg