fbpx

Laugardagar eru fyrir fjársjóðsleit

Hitt og þetta
Ég reyni að fara flesta laugardaga að skoða markaði og second hand búðir.
Ég fæ hreinlega ekki nóg af því að finna fallega fjársjóði.
Þrátt fyrir mjög margar fíluferðir þá held ég alltaf í vonina að “næst” finni ég eitthvað æðislegt.
Í dag var heppnin með mér og ég fann þessi gullfallegu vínglös á slikk.
Get varla beðið eftir að nota þau.
Svo fann ég vintage Moschino belti sem mér hefur þótt flott í langann tíma.
Og svo held ég rammasöfnuninni áfram og fann svo líka einn spegil.

P.s fann þessa mynd á facebook um daginn en man ómögulega nafnið á síðunni!
Þetta er íslensk síða sem er að selja föt.
S.s ég seivaði hana því þetta er eins og ég gerði við minn lampa -setti hengi á hann.
Finnst þessi mynd fallegri en sú sem ég tók af mínum:)
Svo ef ÞÚ veist hvaðan ég stal þessari mynd, endilega skrifaðu það í komment:)
Edit; ég stal henni frá Miss Patty’s :)


Góða helgi
xxx
-S

Hugmyndir fyrir heimilið

Skrifa Innlegg

13 Skilaboð

  1. Agla

    27. February 2010

    úú langar í glösin :)

  2. hildur maria

    27. February 2010

    hvað kostaði moschino beltið bara svona af forvitni ? :)

    finnst það æði og er mikið búin að spá í hvað svona dýrgripur kostar ;)

    elska bloggið ykkar !

  3. Hildur Dis

    27. February 2010

    Fæ ég að drekka úr glösunum næst þegar ég kem í heimsókn til þín;)

  4. Aslaug

    27. February 2010

    Ohhhh ég dey…glösin eru ótrúlega falleg!! :D

    Ég fór einmitt líka í dag í thriftstore…og fann 2 falleg snyrtiborð sem hægt væri að gera upp…Verð: 10$ og 30$ haha…EN ekki fer ég nú að burðast með borð heim PÚHÚ!

  5. SVART Á HVÍTU

    27. February 2010

    Nei því miður var þetta ekki á Íslandi, ég bý í Hollandi þessa stundina. En ég er samt dugleg að skoða svona markaði hvar í heiminum sem ég er:) Líka á Íslandi og hef fundið fallega hluti þar.
    En beltið var hrikalega ódýrt, enda eru hassreykingar leyfilegar í Hollandi svo daman sem seldi mér það hafði eflaust ekki hugmynd hvað hún var að selja mér. Það kostaði mig 15 evrur sem eru um 2700 krónur:)
    Glösin 5 saman fékk ég á 10 evrur sem eru 1800 krónur. Þetta er ástæða þess að ég stunda svona markaði grimmt:)
    En Hildur sys, ég býð þér í drykk í fallegum glösum næst þegar þú kemur!
    En takk fyrir kommentin, það gleður mig mjög mikið:)
    -Svana

  6. Rakel

    27. February 2010

    æðislega pretty hlutir Svana mín! Ég hlakka til að koma í heimsókn til þín og grúska á þessum mörkuðum með þér í sólinni;)

  7. Anonymous

    28. February 2010

    æðislegt belti!!! :)

    karen lind

  8. Glys&Glamúr

    28. February 2010

    Svana! Moschino beltið er truflað! Tengdó á eins og ég er ekki frá því að ég fari að fá það lánað fljótlega!

    Luv :*

    Ég ætla að reyna að hitta á þig á msn fljótlega… þetta gengur ekki lengur..

  9. Andrés

    28. February 2010

    Þú ert snillingur ástin mín :)

  10. Anonymous

    28. February 2010

    endalaust lengi búin að langa í svona belti!