fbpx

Lanvin for H&M

Smá preview af Lanvin línunni sem er væntanleg í H&M…

okei komið gott, þvílíkur argasti viðbjóður!!!
Fleiri myndir má sjá HÉR
Hvað finnst ykkur um þetta??
-R

07.50

Skrifa Innlegg

23 Skilaboð

  1. Sara

    2. November 2010

    allavega ekki minn tebolli! varð klárlega fyrir vonbrigðum við að sjá þessa línu..

  2. begga

    2. November 2010

    haha ég var að hugsa oj bara allan tíman á meðan ég skrollaði niður. Hvíta pilsið getur mögulega verið smart. Þetta efsta er bara sorglegt .. Mikið var eg fegin að sjá að þið voruð ekki að fagna þessu lúkki :/

  3. Eyrún

    2. November 2010

    Ætli þetta eigi ekki samt eftir að seljast vel? Bara af því þetta er Lanvin?

    Annars finnst mér þessi lína ekki mjög smart og ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Sérstaklega finnst mér hún vera illa saumuð og bara almennt lögð lítil vinna í að hanna og sauma þessi “lúkk” öll. Ég skil heldur ekki þessa skó. Ég sé varla manneskju í támjóum skóm lengur – kannski er það bara ég.

    Myndi kannski prófa eina dökka flík úr þessari línu, sýnist þær vera skástar.

  4. Kristrún

    2. November 2010

    Ekki alveg það sem maður bjóst við kannski. Hvíta pilsið er held ég smart samt! En allt hitt er hörmung. Sérstaklega skórnir og taskan …og kjólarnir og bolirnir ..já bara allt.

  5. Fríða

    2. November 2010

    Vá ég verð að vera ósammála ykkur, eftir að hafa skoðað línuna alla þá finnst mér flest mjög flott, auðvitað ekki allt en langflest.

  6. Anonymous

    2. November 2010

    æh gat verið að fólk fíli hvíta pilsið best, einlitt og hvítt!haha. mér finnast einmitt margar flíkurnar fallegar og ég fagna því að það séu litir í gangi! afhverju eru flestir hrifnastir af dökkum flíkum eða hvíta pilsinu í þessari línu – til þess að vera “seif” í fatavali ??

    blómamynstur skórnir eru t.d. gordjöss finnst mér. Kannski fullmikið samt að borga um 1300 DKK fyrir einn svona axlalausan kjól því þetta virðist ekki alveg nógu vandað við fyrstu sýn…

    kv. Díana =)

  7. Gerdur

    2. November 2010

    Þetta er allavegana ekki minn tebolli…..

  8. Anonymous

    2. November 2010

    Mér finnst svarta gagnsæja blússan æði og hvíta pilsið mjög flott!! Annað er ekki alveg my thing..

    kv GL

  9. Anonymous

    2. November 2010

    Svarta blússan er hideous lol.
    kv Sigga rún

  10. Anonymous

    2. November 2010

    mér finnst margt rosalega flott í línunni sjálfri en alveg hrikalega dýrt!

  11. Anonymous

    2. November 2010

    mér finnst rauði kjóllinn mjög flottur, og pilsið hvíta töff. hitt ekkert spes. en margt þarna er mjög sumarlegt, hennar amk ekki íslenskum vetri ;)

  12. Anonymous

    2. November 2010

    mér finnst þetta allt bara mjög í anda Lanvin. Og margt af þessu mjög fallegt og ólíkt því sem maður sér venjulega í HM. Er sammála samt með támjóu skónna, ég er ekki alveg tilbúin í það. En stuttermabolirnar er að mínu mati mjög flottir og margir hverjir kjólarnir. Þeir njóta sín þó mikið betur í myndbandinu sem fylgdi herferðinni. Heildarmyndin á þessu collectioni kemur mjög vel út!

    Ása

  13. StyleSteady

    3. November 2010

    Jei! loksins sagði einhver það sama og ég hugsaði :) Voru allir að reyna að fara voða pent í það að þau fíluðu ekki línuna.. En ég er sammála þetta er hinn argasti viðbjóður og verðin eru útí hött !

  14. Anonymous

    3. November 2010

    Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég skoðaði kjólana í þessari línu er brúðarmeyjar…sem er ekki jákvætt!

    Edda María

  15. Anna Margrét

    3. November 2010

    Jakkinn…..loð jakkinn….ég missti andlitið. Ég get ekki meir. Hann er horrible.
    Allt hitt er….mehh…ekkert spes, ekkert sérstakt, ekkert sem ég myndi eyða pening í.
    Úff hugsið ykkur ef tengdó myndi gefa ykkur þennan loðhrylling í jólagjöf, ógisslega spennt að vera loksisn komin með jólagjöf sem hittir beint í mark. ,,Oh hún Anna er svo mikil pæja, þetta er aaaalveg eitthvað fyrir hana”
    Shitturinn titturinn. Ég sé þetta fyrir mér
    Ég ætla að fara og æfa ,,hamingju” andlitið mitt svona til vonar og vara fyrir aðfangadagskvöld. Ég vona að þessi lendi ekki í neinu jólapakka, ekki nema þið hafið verið óeðlilega óþægar og jólasveininum er illa við ykkur. Sussubía

  16. Hulda

    3. November 2010

    Þetta er engan veginn fyrir mig, nema kannski hvíta pilsið. Vonandi samt að þessir tómjóu skór fari ekki að koma aftur í tísku!

  17. Kata

    3. November 2010

    Ojbara, ég fíla þetta bubblegummy þema alls ekki! Pant ekki mæta í röð fyrir þetta!

  18. Kristrún

    3. November 2010

    Þetta myndi rígseljast úti á spáni ! Voðalega spænskt eitthvað ..en þetta er ekki spurning um munstur eða liti einsog einhver sagði hér ofar, þetta eru sniðin sem eru að hræða fólk í burtu frá þessu slysi sem þessi lína er.

  19. Anonymous

    3. November 2010

    Ég bý í Madrid og er ekki svo viss um að þetta myndi rígseljast :)
    Spænskar stelpur elska haustliti, gammó, og ökklastígvél… En hver veit, þú gætir samt haft rétt fyrir þér :D
    Mér finnst Alber Elbaz frábær hönnuður. Teikningarnar hans eru mjög naif og þess vegna alveg hrikalega skemmtilegar að mínu mati. Ef þið sjáið hvað hann gerði fyrir Acne Jeans, þá gerði hann akkúrat svona T-boli, mér fannst þeir æði. Ég ætla allavega að fá mér einn svona bol og rokka hann, það er bókað mál :)
    Það er eitt og annað þarna sem ég mundi ekki fá mér, en ég kann virkilega vel að meta flest allt sem er þarna, ég er samt sammála ykkur með verðið, frekar dýrt.
    Sýnist skórnir ekki vera þessir “trúða-támjóu” eins og pop skórnir voru í den, held að þetta sé bara nokkuð nett támjótt :)
    Og ég virkilega held að támjótt sé alltaf á leiðinni meir og meir inn.
    Þetta gengur víst allt í hringi.

    Takk fyrir frábæra blogg síðu, ég hef mjög gaman af því að kíkja hingað inn.

    Kv. Arna

  20. Begga

    4. November 2010

    Díana: mér finnst þetta hvíta pils svo svakalega langt frá því að vera safe ! Það er næstum eins og skúlptúr…

  21. Berglind

    6. November 2010

    úfff … engan veginn minn stíll.

  22. Anonymous

    17. November 2010

    gæti ekki verið meira sammála, þetta er hryllingur :S