fbpx

LANGAR ÞIG AÐ BREYTA TIL?

HeimiliHugmyndir

Ég er ótrúlega hlynnt allskyns breytingum og bætingum fyrir heimilið, og vildi oft óska þess að ég hefði meiri tíma í slíkt dúllerí sjálf. Ég á það nefnilega alltof oft til að hreyfa ekki hluti og húsgögn í marga mánuði hér heima. Því tek ég ofan fyrir norska bloggaranum Ninu Holst sem heldur úti vinsæla blogginu Stylizimo, en hér að neðan má sjá stofuna hennar, jú þetta er sama stofan á fjóra vegu, og allar þessar breytingar eiga sér stað á nánast sama hálfa árinu!

Wishbone-chair-in-living-room
Painting_Nina-Holst21Grey Living roomMixing pattern + living room

Framkvæmdagleðin er í hámarki á þessu heimili og við mættum eflaust mörg taka hana Ninu Holst til fyrirmyndar!

-Svana

HEIMILISINNBLÁSTUR

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Kristbjörg Tinna

    16. October 2013

    Úff dugnaður!! En hvaða sófi er þetta sem prýðir stofuna? Karlstad með járngrind?

    • Svart á Hvítu

      16. October 2013

      Mikið rétt, þetta er hann Karlstad…. ég á einn heima og elskann. Sá nýlega á Ikea heimasíðunni að það eru komnar stakar járnlappir sem er töluvert handhægara en þessi grind var!

      • Kristbjörg Tinna

        16. October 2013

        Úúúúúú geggjað.. ég held samt að ég verði að hætta að hugsa um þennan sófa og leita á önnur mið. Það er ekki svalt að vera í saumaklúbb þar sem þrjár af 8 eru með eins sófa hahaha. Hvað finnst þér? :D

        • Svart á Hvítu

          16. October 2013

          Nei glætan það er sko ekkert að því:) Ég var meirasegja að láta mig dreyma um daginn að bæta svona lausri tungu við minn.. þangað til ég mundi hversu lítil íbúðin er:)

          • Kristbjörg Tinna

            17. October 2013

            Nú jæja hahaha. En já þú gætir haft það í framtíðarplönunum bara.. þegar þú stækkar við þig einhvertíman ;)

  2. Bára

    16. October 2013

    Bara ef maður ætti geymslupláss fyrir allt dóteríið sem er í og úr notkun við svona breytingar.. þá væri lífið gott og ég væri til í að breyta oftar :D

  3. Halla

    16. October 2013

    Sófinn minn var færður eftir 11 ár af sama stað. Er hálf aum fyrir vikið. Bloggarinn gæti örugglega ekki búið með mér. Þakka þér skemmtunina með bloggskrifum.

  4. Helena

    17. October 2013

    Ein spurning.. veistu hvar maður getur fengið svona svipað kringlótt hvítt borð?