fbpx

Kynþokkafullar konur á NY FW

Ljósmyndarinn Gordon Steiner tók að sér það verkefni að taka myndir af kynþokkafyllstu konum á NY fashion week…
Skemmtilegt að skoða myndirnar hans.
Ég valdi bara nokkrar út en restina er hægt að sjá hér.
Það sem mér finnst einkenna margar af myndunum er fjúkandi hár..
Ætli það sem það sem strákum þyki sexý..
P.s eitt sem ég hef aldrei skilið við þessa bloggsíðu mína..
Miðað við allann þennan heimsóknarfjölda sem þessi elskulega síða fær hvern dag
þá furða ég mig alltaf á því að engin skilji eftir sig spor.
Sumar eru mjög duglegar að kommenta,
Aðrar allavega einu sinni,
En sumar sem hafa kannski lesið frá byrjun en aldrei skilja eftir orð:)
Kannast þú við það?
-S

M.o.s.c.h.i.n.o

Skrifa Innlegg

38 Skilaboð

  1. Anonymous

    29. September 2010

    Ertu að tala um síðuna þína? Ég skoða allavega oft á dag og finnst frábært að skoða hjá þér :) Kommenta samt aldrei..

  2. Anonymous

    29. September 2010

    kommenta voða lítið – skoða samt ofta á dag :) finnst þið frábærar!

  3. Hófí

    29. September 2010

    ég er einmitt ein af þessum sem skoða oft og skil aldrei eftir mig spor :)
    en skal bæta úr því, finnst frábært að lesa, takk fyrir mig! :)

    -Hófí

  4. Anonymous

    29. September 2010

    Skoða oft en kommenta aldrei ;)

  5. Anonymous

    29. September 2010

    skoða á hverjum degi og kommenta einmitt lika bara svona af og til :)
    En annars flottar myndir langar sjúklega til NY…

  6. Thelma

    29. September 2010

    Þessi síða er á daglega bloggrúntinum mínum :D
    En ég er að elska myndirnar í þessari færslu, sérstaklega stelpuna með bleika augnskuggann og flétturnar á mynd 2 :)

  7. Anonymous

    29. September 2010

    Skoða þessa síðu daglega og finnst hún alltaf svo skemmtileg :) Hins vegar hef ég aldrei kommentað, hef reynt það nokkrum sinnum en það virðist aldrei komast í gegn :/

    kv. Maren

  8. Thelma

    29. September 2010

    Ég hef aldrei kommentað áður en ég les síðuna á hverjum degi og hef virkilega gaman af henni. Lofa að kommenta í nánustu framtíð!

    Nota bene þá er ég alveg að fíla myndirnar með hárið flagsandi í vindinum… það er eitthvað svo svakalega kvennlegt og heillandi við það!

    Takk fyrir frábært blogg.. og endilega haltu því áfram =)

  9. Anonymous

    29. September 2010

    Ég er víst ein af þeim sem kíki á hverjum degi en skil aldrei eftir spor, skal bæta úr því. Takk fyrir gott og skemmtilegt blogg :)

    EBH

  10. Súsanna Ósk

    29. September 2010

    Mér finnst þessa stelpur eiga það sameiginlegt að vera allar grindhoraðar. Hvar er fjölbreytnin í því?

  11. Anonymous

    29. September 2010

    já sama hér skoða daglega en kommenta aldrei heh… takk fyrir bloggin!
    kv. GH

  12. Anonymous

    29. September 2010

    Skoða daglega og Kommenta í síinu og æjinu ;)

    -KT

  13. Hildur

    29. September 2010

    vá er alveg að fíla þetta fléttuhár :)

    Ég er alltaf að skoða.. bara farin að sakna Rakelar ?? :P

  14. Íris

    29. September 2010

    Sek um að skilja aldrei eftir orð en kíkji hérna við daglega, frábær síða :) og eftir þessa færslu er ég farin að safna hári

    *Íris

  15. Áslaug

    29. September 2010

    Ég var einmitt að fara að skrifa það sama og Súsanna hér fyrir ofan :)

    Einhvað eitt sem er sameiginlegt með þeim öllum er að þær eru allar yfirburða grannar…

  16. Svart á hvítu

    29. September 2010

    Nei ekki Vanessa á mynd nr. 6…. Var að klára þátt úr Gossip Girl og hún er bara nokkuð heilbrigð þar:):)
    En ég barasta veit ekki hvaða síður ég á að skoða til að finna myndir af stelpum sem eru eðlilegar í holdum en samt smart… Æm not kidding
    Og þessar neðstu eru líka normal? Eða er ég einhvað brengluð:)

  17. Svandis

    29. September 2010

    Ótrúlega skemmtilegt blogg.. Skoða á hverjum degi ;)
    Einmitt ein af þeim sem commenta aldrey, en ég skal bæta úr því !!

  18. Anonymous

    29. September 2010

    já ég er víst ein af þeim sem kíki daglega hingað inn en kommenta svo ekki neitt. Takk fyrir skemmtilegt blogg og endilega haldið þessu áfram.
    -Kristín

  19. Anonymous

    29. September 2010

    Hvar er Rakel. Seinasta bloggið með hennar bókstaf er 8.september? Ert þú kannski bara ein eftir með þessa síðu Svana?

  20. Svart á hvítu

    29. September 2010

    Það er stóra spurningin… Hvar er Rakel??:)
    Var einmitt að spurja hana að því sama fyrr í kvöld.
    Vona að hún komi aftur,, Við erum gott team

  21. Anonymous

    29. September 2010

    Svava frænka kíkjir við og við og skilur aldrei eftir comment ..var samt að pæla að gera það hérna áðan fyrir neðan þetta… skildi ekki hvað Svampur Sveins var að gera þarna :)

  22. Anna Margrét

    29. September 2010

    Ég skil vandræðalega oft eftir komment og kíki ennþá oftar inná síðaun. Má segja að ég sé húkkt? ha ha

    En ég er stelpu skotin í Elin Kling; ekki skrýtið að hún komst inná listann. Stelpuskot, krípi en satt…

  23. Viktoría

    29. September 2010

    Ég kíkji daglega en er löt við að kommenta..
    ég er sammála um holdfar þessa stelpna. ekki alveg eðilegt. en svona er þetta víst, eins heimskulegt og það er.

  24. Anonymous

    29. September 2010

    Sek.. Skoða bloggið daglega :)

  25. Hildur Dis

    30. September 2010

    get sko sagt þér með góðir samvisku elsku besta litla systir að ég skoða daglega bloggið og oft á dag… en ef ég er heima þá get ég ekki kommentað þannig að núna kommenta ég hér með úr vinnunni;)

  26. Svart á hvítu

    30. September 2010

    Hahaha nei var að sjá núna ! Takk mín kæra:)
    @ Anna margrét, vá hvað ég elska þessar sem kommenta “vandræðalega oft” Þú kommentar bara fyrir allar hinar sem kommenta aldrei:)

  27. Sigrún Víkings

    30. September 2010

    Ég er dugleg ad kíkja en ekki jafn dugleg ad kommenta… bæti úr tví núna!!!
    Talandi um Vanessu og svo fidrildin í blogginu fyrir nedan… búin ad sja nýjasta Gossip Girl? vá hvad fidrilda dæmid á veggnum i nýja herberginu hennar Serinu var geggjad! I'm in love<3

  28. Anonymous

    30. September 2010

    Ég gerist sek um þetta voðaverk, skoða á hverjum degi en kommenta aldrei. Mér finnst síðan skemmtilegust af íslenskum bloggsíðum;) Keep up the good work!
    -Berglind

  29. Anonymous

    30. September 2010

    :):)

  30. Anonymous

    30. September 2010

    Er með bloggið í Reader svo það er smá flækjustig að kommenta – en les ykkur alltaf og hef mjög gaman af :)

  31. Hulda

    30. September 2010

    Ég elska síðuna ykkar og ég skoða hana daglega, ég skal reyna að vera dugleg að skilja eftir komment :)

  32. Svana

    30. September 2010

    Vó Sigrún, ég þarf að horfa aftur á þáttinn!!
    Missti alveg af því:)

  33. Anonymous

    30. September 2010

    Kíki á þessa síðu daglega! ef ekki oftar hehe :)

  34. ólöf

    1. October 2010

    haha vó. 35 komment um kommentleysið:P stundum fæ ég svona 5..sem er gaman;)

    mér finnst ótrúlega fínar flétturnar hjá gellu á mynd nr.2, svona margar í einni..sætt:)

  35. Sólveig

    2. October 2010

    Vildi bara kvitta fyrir mig, frábært blogg, kíki hingað reglulega.. Kveðja, Sólveig :)

  36. Anonymous

    2. October 2010

    Ein önnur Anonymous :) Ég skoða allavega einu sinni í viku og hef svaka gaman að.. Þekki hvoruga ykkar svo ég er ekkert að kommenta.. en hér er eitt :)