fbpx

KRÍTARMÁLAÐIR VEGGIR

DIYEldhúsFyrir heimiliðHugmyndir

Eldhúsið mitt þarfnast smá andlitslyftingar finnst mér, og þar sem að ég hef íhugað núna í nokkur ár að krítarmála einn vegg á heimilinu og aldrei komið mér í það (leiðindar frestunarárátta) er spurning hvort það sé ekki bara komið að því! Ég þarf reyndar að leggja þessu frábæru hugmynd undir leigusalann minn *blikk blikk ef þú ert að lesa;)

Þetta er ekki bara einstaklega töff, heldur stórsniðugt fyrir fólk sem man ekkert stundinni lengur og þá er fínt að geta punktað niður hvað vantar t.d. í ísskápinn!

6c92438a570f1c8709c9f2c8de90907e

Tja eða bara skemmtileg orð til að borða morgunmatinn undir.

10169d272e965c7292c61a53afac02bcScreen Shot 2014-01-13 at 8.08.28 PMb385a1b3ecfe181c3352956a1c214466dd04e11c79bcbd9833ba12208bc1a2a3Kirra-Pockets-final

Já þetta er sko aldeilis málið!

ANNAÐ UMHVERFI

Skrifa Innlegg

15 Skilaboð

  1. Guðrún Vald.

    13. January 2014

    Ég er alveg sammála! Mér hefur dottið í hug að mála hurðina í eldhúsinu mínu svona því enginn veggur gengur upp.

  2. Berglind

    13. January 2014

    Veistu hvort það virki að nota krítartúss á svona veggi?

    • Svart á Hvítu

      13. January 2014

      Ég myndi ekki mæla með því, hef allavega lesið utan á einn krítartúss og þar er bara mælt með að nota þá á slétt yfirborð sem veggur er sjaldnast. Þá t.d. á límmiða og krítartöflur.

    • sólrún

      14. January 2014

      Hvar fær maður krítartúss?

      • Svart á Hvítu

        14. January 2014

        Veit reyndar ekki um marga staði, en Luisa M í Hafnarfirði selur t.d. þannig. Svo mögulega í föndurbúðum:)

  3. Sonja Hrund

    13. January 2014

    Við erum með svona, þetta er algjör snilld! :)

  4. Bára

    13. January 2014

    Ég bjó til krítartöflu sem ég er með í eldhúsinu og ég skil eiginlega ekki hvernig ég gat lifað áður en hún kom til sögunnar.
    Það fer allt á þessa blessuðu töflu og ég þarf ekki að muna neitt :D Innkaupalistinn fyrir Bónus og það sem þarf að gera annað eins og td. “fara með flöskur” “kaupa hillu í stofuna” “bíllinn í skoðun” ofl.

    Vona að þú deilir svo útkomunni, hef geðveika trú á þessum vegg :) Hérna er mín útkoma :
    http://ragnhildardottir.blogspot.com/2013/09/diy-kritartafla.html

    • Svart á Hvítu

      13. January 2014

      Ú flott útkoma hjá þér!:) Já þarf að skella mér í þetta!

  5. Erla

    14. January 2014

    Einhver sem getur mælt með málningu? Fengum matt skipalakk í einni verslun, finnst það ekki alveg vera málið, fann svo sprey en það hlýtur að vera hægt að fá eitthvað betra?

    • Svart á Hvítu

      14. January 2014

      Það á að vera til alveg spes krítartöflumálning, fæst t.d. í Litalandi. Svo pottþétt Byko líka!
      -Svana:)

    • Bára

      14. January 2014

      Ég keypti mína krítarmálingu í Litalandi í Borgartúni. Var rosa glöð með hana :)
      Byko sendi mig þangað því það var ekki til hjá þeim.

  6. Eva

    15. January 2014

    hæ Svana sæta :) ég er með hugmynd fyrir þig í leiguíbúðina þína – þ.e. ístf að fá leyfi til að mála heilan vegg – reddaðu þér þá spónaplötu (eins stórri og þú vilt hafa) sem þú gerir að töflu og skrúfar svo upp á vegg – getur þá líka alltaf tekið hana niður ef þú verður leið á henni ;-) við erum með krítarhurð í forstofunni – skilaboðahurð – sem kemur geggjað vel út. sérð hana þegar þú kemur austur! híhíhí…. xo

    • Svart á Hvítu

      15. January 2014

      Hæ Eva sæta! Mjög góð hugmynd! Hljómar vel að hafa krítarhurð, það er pottþétt mjög flott!
      ;)