fbpx

Knee high

Mér finnst hné há lágbotna stígvél alltaf flott…
Ég á ein úr rúskinni sem ég keypti í vintage búð fyrir
nokkrum árum og þau er svo úr sér gengin…


En pointið með þessu bloggi er að ég var á labbinu í Smáralind og labbaði framhjá kerlingabúðinni Zik Zak og þar sá ég nokkuð flott hné há lágbotna stígvél á 12.990 kr. Það verður að teljast alveg fáránlega gott verð! Að sjálfsögðu eru þau ekki úr leðri, en who cares… mjög flott!

Ég vildi bara benda ykkur á þetta ef einhver hefur áhuga:)

-R

Trend

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Anonymous

    18. January 2010

    vil samt benda fólki á að forðast að versla við ZIK ZAK, keðjan fór á hausinn hérna fyrir 1 eða 2 árum , rétt áður en það varð ljóst skellti eigandinn í lás, greiddi ekki út launaseðlana og skildi starfsfólkið sitt eftir með sárt ennið. Bankinn og eða skiptabúið átti að sjá um þær vörur sem skildar voru eftir og sjá til þess að það sem fengist fyrir þær vörur færu upp í skuldir en kella “stal” lagernum af búðinni á Akureyri og seldi hann á útsölu sem auglýst var með tölvupósti stuttu síðar og græddi víst slatta. Svo var hún svo heppin að búðin í Kringlunni var skráð á Kt. dóttur hennar þannig kella gat haldið áfram þótt starfsfólkið sem hún sveik hafi ekki enn fengið greidd laun. Og við erum að tala um allt starfsfólkið í öllum búðunum fékk ekki greidd laun fyrir hátt í tveggja mánaða vinnu.

    vildi bara koma þessu á framfæri þótt ég sé sammála að þetta verð er ekki hægt að finna á hverju strái og ekki er hægt að dæma fólk fyrir að vilja spara.

    kv.Valdís Ragna

  2. SVART Á HVÍTU

    18. January 2010

    já maður hefur heyrt af þessu… og ég efast um að ég muni nokkurn tíman versla þarna, ekki beint flottustu fötin í bænum:)

  3. Anonymous

    19. January 2010

    flott verð en ógeðslegir viðskiptahættir ef satt reynist. Hef einmitt heyrt þessa sögu líka.
    Kveðja, Lára