fbpx

Karlsson klukkur

Hönnun
Karlsson er hollenskt klukkufyrirtæki sem er heimsfrægt fyrir mjög flottar og góðar klukkur. Klukkurnar þeirra eru seldar víðsvegar um heiminn og meðal annars á Íslandi. (Því miður hef ég þó ekki séð margar týpur í boði á Íslandi)
Þessi fékk að fylgja mér heim úr búðinni í dag, á helmings afslætti líka!:)
Held hún muni sóma sér vel í framtíðar eldhúsinu mínu. (p.s keypti hana ekki á Íslandi)
Ef þú ert að fara til útlanda bráðlega þá geturu séð hér lista yfir hvar í heiminum þú getur nálgast Karlsson klukku en þær eru eflaust einhvað ódýrari í útlöndunum!

Hér er svo linkur á breska Ebay sem selja líka Karsson klukkur
Og hér er linkur inná Amazon sem selja Karlsson klukkur

-S

Kate Moss fyrir Vivienne Westwood

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Anonymous

    10. May 2010

    Ji hvað ég er ánægð með bleiku klukkuna Svana!!

    Ég hringdi og rannsakaði þegar ég var að leita af cubic klukkunni og Karlsson eru seldar í Byggt og búið.. Klárlega ekki allar og örugglega frekar mikið dýrar.. Kallinn sagði líka að þeir fengju ekki nýja sendingu frá þeim fyrr en í haust. Mí löv

    -KT

  2. SVART Á HVÍTU

    11. May 2010

    Vá en spes að fá ekki sendingu fyrr en í haust. En mér finnst ég hafa séð þessar klukkur á fleiri stöðum heima getur það ekki verið?
    T.d í Heimahúsinu finnst mér ég hafa séð vísana.
    En hér í Hollandi er þetta hræódýrt og selt í mörgum búðum, jafnvel djókbúðum:)
    -Svana

  3. Rakel

    11. May 2010

    Æðisleg klukkan þín Sveiní!:)

    -Rakel