fbpx

KAFFIBORÐABÆKUR

Fyrir heimiliðHugmyndir

Ég kann virkilega að meta það hvað bækur eru orðnar mikill partur af heimilum fólks, þá ekki bara uppi í hillum eða lokaðar inni í skápum. Bækurnar eru orðnar partur af skreytingum heimilisins og þjóna jafnvel þeim tilgangi að nýtast í stöflum sem náttborð, hliðarborð og slíkt. Fallegar bækur geta verið eins og listaverk sem þó er hægt að njóta á fleiri vegu en bara til að horfa á… ég hef það fyrir venju að vera með fullt af skemmtilegum hönnunar eða heimilisbókum ásamt tímaritum hér á stofuborðinu, hliðarborðinu og uppi í hillu svo mér þarf aldrei að leiðast, né gestunum mínum:)

Hér að neðan sést hversu mikið nokkrar bækur geta gert fyrir heildarsvip stofunnar, þetta er líka töluvert þægilegra en að negla upp listaverk sem verður svo á þeim stað jafnvel næstu árin, með þessu móti er hægt að endurraða og breyta og bæta alla daga:)

xxx

MÍN BOSTON

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Thorunn

    19. April 2013

    elska svona, mín Tom Ford bók bíður þess að eiga heima á fallegu stofuborði :)

  2. Una Unnars

    19. April 2013

    Mikið er ég sammála!

  3. Guðrún Vald.

    20. April 2013

    Alveg sammála! Ég hlakka til þess að litla barnið verði nógu stórt svo hægt sé að skreyta svona (eða yfir höfuð) án þess að allt skemmist.

  4. Anna Bergmann Björnsdóttir

    30. April 2013

    úúúúú<! …veistu hvaðan hringlótta borðið er á síðustu myndinni?