fbpx

JÓNÓFÓN & FRITZ HANSEN

Íslensk hönnun
Jón Helgi Hólmgeirsson vöruhönnuður er á hraðri uppleið með útskriftarverkefni sitt frá Listaháskólanum, Jónófón. Jón sem er einnig góður vinur minn er á fullu þessa dagana að vinna að því að koma spilaranum í framleiðslu. En hann hefur fengið umfjöllun um Jónófón um allann heim, bæði í tímaritum og á ýmsum hönnunarnetsíðum. Merkilegast þykir mér þó þessa stundina að plötuspilarinn er til sýnis í flaggskipsverslun Fritz Hansen sem opnaði nýlega í Mílanó. Þar er Jónófón sýndur ásamt vörum framleiddum af Fritz Hansen og t.d Normann Copenhagen. Hér að neðan má sjá myndir úr versluninni þar sem sjá má Jónófón í góðum félagsskap:)
Jónófón í öllu sínu veldi.


 “Jónófón er akústískur vínylplötuspilari sem notast við pappabolla og lúður úr pappír til þess að magna upp tónlistina af vínylplötunni. Jónófón berstrípar tækni sem flestum er hulin og stælir virkni hins mikla klassíska grammófóns. Grammófónninn er einskonar táknmynd upphafs tónlistar á föstu formi en fyrir hans tíma var ekkert annað í boði en lifandi tónlist. Það má því segja að Jónófón sé einskonar afturhvarf til einfaldleikans þar sem að tæknin í dag er orðin það flókin að hún er ekki á færi hins venjulega meðaljóns að skilja. Jónófón kemur því ósamsettur og á notandinn að öðlast skilning á virkni spilarans með því að setja hann saman frá grunni.”
Fyrir áhugasama þá er hægt að fylgjast með Jónófón á facebook Hér.

10 ÁR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Hildur systir

    22. January 2013

    þetta er rosalega fallegt, flott hugmynd hjá honum