Það eru nokkrir hlutir sem sitja á óskalistanum yfir þá hluti sem ég gæti hugsað mér að skipta út í ár, en þar má helst nefna sófaborð, teppi og sófann, ekki litlir hlutir þar á ferð en allt að verða frekar sjúskað hjá mér. Ég hef verið að líta í kringum mig í dálítinn tíma eftir hentugu sófaborði en hef ekkert fundið sem ég kolfell alveg fyrir þó svo að nokkur komi nálægt því eins og þetta marmaraborð hér að ofan. Ég á þó ekki í vandræðum með að vippa upp einum janúar óskalista, en þó svo að mánuðurinn taki bráðum enda þá má vel vera að ég næli mér í einhvern af þessum hlutum hér að ofan, fallegir eru þeir jú.
// 1. Næst þegar ég vel mér teppi þarf ég að velja vel, það sem ég er með núna er Rand frá Ikea sem lítur orðið ansi illa út og er orðið frekar lúið. Þetta á myndinni er frá Persía en þau eiga til æðislegt úrval af allskyns handofnum mottum og mörgum alveg hreint einstökum. Persía.is // 2. Marmaraborð frá Ferm Living, hrikalega töffaralegt. Fæst í Epal. // 3. Ég á eina svona röndótta körfu og gæti vel hugsað mér aðra til að hrúga í barnaleikföngunum í lok dagsins, þessi mætti jafnvel standa inní stofu. Fæst í Línunni. // 4. Heyrnatól drauma minna B&O beoplay H8 … ég er með þau á heilanum verð að viðurkenna það. Þegar ég fer í flug bölva ég því að eiga ekki svona fín þráðlaus heyrnatól sem loka einnig á allt utanaðkomandi hljóð, hægt að skoða þau betur –hér, fást annars á Íslandi í Ormsson. // 5. Stundum grípur söluæði mig en fyrir nokkru síðan seldi ég mína EM Stelton könnu og sé oft eftir henni. Núna eru hinsvegar komnar bættar umbúðir og nýtt lok sem er málmhúðað, í þessu tilviki silfrað. Þessi matta svarta er dásamlega falleg og líka fínasta hillupunt. Fæst í Kokku. // 6. Minimalísk og hrikalega falleg glerflaska sem er gaman að bera fram drykki í. Fæst einnig í Kokku. //
Þá er það stóra spurningin… á að gera vel við sig eða ekki? :)
Skrifa Innlegg