Ótrúlegt en satt þá hef ég verið nokkuð virk á Instagram undanfarið, eða að minnsta kosti miðað við virkni mína undanfarin ár. Ég hef mjög gaman af þessum miðli þrátt fyrir að þetta sé einn versti tímaþjófur sem hægt er að finna og mér finnst orðið erfitt að gera upp á milli hvort Snapchat eða Instagram sé betri vettvangur? Ég ætla að halda mig eins og er við báða miðla og núna er næsta skref að koma Snapchat í rútínuna! Skemmtilegt að segja frá því að á mánudaginn verður einmitt smá innlit þar hjá einni smekkdömu ef þið viljið kíkja með ♡
Instagram @svana.svartahvitu
Ég vona að helgin ykkar verði góð, ég ætla að kíkja í heimsókn í bústaðinn ótrúlegt en satt… Ég er búin að vera eitthvað svo stressuð undanfarið að mig vantar smá ró og næði og það er hvergi betri staður til þess en sveitin. Góður matur, útivera og að lesa nokkur tímarit eða bók. Ég er alveg í gírnum til þess að lesa eitthvað sem væri geymt í “sjálfshjálpar” rekkanum haha, öll tips vel þegin en ég er algjör sökker þegar kemur að slíku lesefni.
Skrifa Innlegg