fbpx

INNLIT HJÁ KARL LAGERFELD

Heimili

Framtíðarlegt heimili Karls Lagerfeld í París er eitthvað sem ég get ekki sleppt að birta myndir af, þó svo að það höfði ekki á nokkurn hátt til mín:) Sagt er að Kalli sjálfur hafi tekið myndirnar, kannski er það bara geimstíllinn á þessu heimili, en mér þykir þær vera eins og tölvuteikningar á vissan hátt? Það kemur eflaust fáum á óvart að heimili hans sé frábrugðið hinu ‘hefðbundna’ heimili, en hann er oft afar umdeildur. Sjálfur segir hann heimilið aðeins vera stað til að sofa, þvo sér og vinna. Ekkert flóknara en það.

Borðstofan er þó mjög falleg, áletraðir stólar eftir Micheal Young. (sem íslendingar þekkja best sem hönnuðinn sem hannaði Tréið ásamt Katrínu Ólínu).

 “I WANTED AN APARTMENT WITH GLASS AND TRANSPARENCY EVERYWHERE …

AND THERE IS NO COLOR HERE, BECAUSE I AM CONSTANTLY SURROUNDED BY COLOR. I PREFER TO LIVE IN A NEUTRAL ENVIRONMENT.” 

Frammi á ganginum hangir Algues eftir Bouroullec bræður, mjög fallegt sem hengi til að aðskilja rými.

Á framtíðarlegu heimili hans er þó pláss fyrir útsaumað blúndurúmteppi. Sjónvarpið er svo falið á bakvið dökka glervegginn.

Krómstóllinn er eftir Marc Newson, kollarnir eru eftir Jasper Morrisson og sófinn er frá Established & sons.

Sagt er að (án gríns) að í ísskápnum til vinstri sé aðeins að finna coca cola light. En tankarnir stóru til hægri fékk Karl í lífstílsbúðinni Colette (sem ég sjálf mæli eindregið með að kíkja í), en í þeim geymir hann borðdúka og eldhúshluti.

Mjög marga hluti á heimilinu hefur hann keypt í Gallery Kreo í París, og hönnunarunnendur ættu alls ekki að það láta framhjá sér fara í ferð til Parísar (ásamt Colette).

Áhugaverð íbúð ekki satt?

FLUTNINGAR

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Reykjavík Fashion Journal

    16. August 2013

    Úff þetta er rosalega kalt – en skemmtilegt að fá að sjá frá heimili þessa hæfileikaríka manns :)

  2. Theodóra Mjöll

    18. August 2013

    Ég er sjúk í þetta heimili. Gæti alveg hugsað mér að búa svona! =)

  3. Kristbjörg Tinna

    20. August 2013

    Æji þetta er ferlegt svona í heildina.. þó að það séu þarna margir hlutir sem eru mjög fallegir. Eldhúsið minnir mig samt á eitthvað stórt fyrirtækiseldhús!

  4. Fjóla

    20. August 2013

    Mikið væri ég til í að hitta þennan mann :)

  5. Dagný Björg

    22. August 2013

    Gaman að sjá heimilið hans! En þótt að ég er sjálf voðalega mikið fyrir svart og hvítt monocrome heimili er þetta full litalaust fyrir mig.