fbpx

í stíl.

Hitt og þetta



Ég er búin að vera að gera smá myndarannsókn fyrir verkefni í skólanum.
Rannsóknin snérist um pör sem að klæddu sig eins ómeðvitað. Fljótlega fór ég líka að taka vini inní rannsóknina og fannst mjög áhugaverð dæmin sem ég fann.

Svo virðist vera að þegar að fólk hefur verið í sambandi í einhvern tíma þá fara þau ósjálfrátt að klæða sig svipað. Þau þurfa ekki að vera gift til þess, en því lengri tíma sem þau hafa verið saman því líkari verða þau, sjá t.d gömlu hjónin.
Sum pör klæða sig reyndar viljandi eins, til að sýna öllum í kringum sig að þau séu par!
En eitt helsta dæmið um það er Tom Cruise og Kate.


Og núna spyr ég ÞIG

Er þetta einhvað sem að þú gerir?
Meðvitað eða ómeðvitað.
Því meiri tíma sem maður eyðir með manneskju þá er nánast eins og maður renni saman í eitt.
Fá sömu hugmyndirnar, vinkonur á blæðingum á sama tíma, og svo enda þau á því að klæða sig eins:)
Uppáhaldsdæmið mitt af ofan eru vinkonurnar 2 í brúnu kápunum, báðar í gallabuxum með hliðarveski. Þær eru bestu vinkonur og voru ekki búnar að átta sig á því hversu mikið þær væru eins fyrr en ég benti þeim á það!:)

Mér þætti mjög vænt um ef þú gætir skilið eftir komment um þetta:)

-S

KALDA.IS

Skrifa Innlegg

19 Skilaboð

  1. Thelma

    22. April 2010

    Mjög skemmtileg rannsókn! Ég held að ég sé sem betur fer ekki komin í þennan pakka með kærastanum :) En kannski ómeðvitað eitthvað með vinkonum en samt ekki nálægt því jafn mikið og vinkonurnar tvær í brúnu jökkunum! Gangi þér vel með þetta spennandi verkefni:)

  2. Trendland

    22. April 2010

    Ég held ég sé ekki í þessum pakka…Ekki ennþá allavega..hehe

    Skemmtileg rannsókn

  3. Anonymous

    22. April 2010

    ú spennandi!
    Ég get sagt þér það að ég og vinkona mín lendum í þessu grimmt! við klæðum okkur alltaf á sama tíma í fötin sem við eigum eins án þess að vita að hin er í því líka haha.
    En þetta með tom og kate þá hef ég heyrt að hann velji á hana fötin svo ég held að það sé ekkert brjálæðislega tilviljanakennt ..
    -K

  4. óskalistinn

    22. April 2010

    Við systir mín gerðum þetta þegar við vorum 16 og 17 ára.. ég fékk áfall þegar ég sá okkur álengdar í spegli og var ekki viss hvor var hvað, ljósar diesel gallabuxur, hvítur bolur, sítt ljóst hár niður á mitt bak… ég fór í klippingu nokkrum dögum seinna og lét raka alveg öðru megin og var með axlasítt hinum megin.

    En ég stend mig MJÖG oft að því vað við kallinn erum svipað klædd! Það er stundum alveg vandræðalegt… En við erum líka búin að vera saman í 7 og 1/2 ár svo það er kannski ekkert skrítið. (Einu sinni var það gallabuxur, grá hettupeysa, svartur jakki, – e-rn tíman um daginn voru það svartar buxur (ég svartar leggings) og grá peysa.)

  5. Rakel

    22. April 2010

    Frábært hjá þér Svana!!:) Af myndunum að dæma gengur þetta verkefni mjög vel hjá þér! Ótrúlega skemmtilegt verkefni og gaman að sjá hvað þetta concept gengur upp… Ég held að ég og Andri séum ekki dottin í þennan pakka að klæða okkur svipað en hver veit hvað gerist með árunum… Mér fannst hinsvegar skemmtilegur punkturinn þinn um vinkonur sem fá alltaf sömu hugmyndirnar því við höfum verið ótrúlega duglegar við það;)

    Hlakka til að sjá meira frá verkefninu!!:)

    -Rakel

  6. Anonymous

    22. April 2010

    Ég held að ég og minn gerum þetta ekki.. allavega ekki meðvitað, nema stundum á áramótunum, þá höfum við kannski eitthvað smá litaþema, þú veist, ég í fjólubláum skóm og hann með fjólublátt bindi.. ekkert meira en það samt hehe :)

    Takk annars fyrir þrusu góða síðu, kíki hingað á hverjum degi :)

    Kv. Guðrún

  7. Anonymous

    22. April 2010

    Haha, skemmtilegt.
    Ég og kærasti minn gerum þetta ekki. En ég átti til með að gera þetta með vinkonu minni en það var aldrei planað. Mættum eins í ræktina ;)

    kv. karen Lind

  8. Anonymous

    22. April 2010

    ég og kærastinn minn gerum þetta oft, algjörlega ómeðvitað! Þetta er ótrúlegt og ég er oft búin að velta þessu fyrir mér.. ég er einmitt búin að skrifa ritgerð um fatnað/tísku sem samskiptamiðil. Þetta er mjög áhugaverður vinkill- eru pör/vinir/vinkonur ekki bara að koma sömu skilaboðum um sig á framfæri?

    Kveðja

    Sigrún Halla

  9. Iris

    22. April 2010

    Ég og kærasti minn erum ekki lík í klæðaburði þó við séum búin að vera saman í 7 ár… ég geng mjög oft í skærum litum en hann er meira í gráum/bláum/svörtum tónum og gallabuxum.

    En aftur á móti með vinkonurnar, þá held ég líka að þegar þær kaupa eitthvað sem er rosa flott þá langar manni kannski í eitthvað svipað og þar af leiðandi klæðir maður sig kannski svipað líka!

    Frábær síða hjá ykkur, ég er algjörlega húkkt og kíki oft á dag í von um nýja pósta :) ps. megið alveg setja meira af DIY – það er mjög cool!

    Íris :)

  10. SVART Á HVÍTU

    22. April 2010

    Ji takk aedislega fyrir feedbackid.
    Kynningin a verkefninu var i morgun og gekk vonum framar, tetta er bara brot af tvi sem eg birti her en eg var med um 40 ljosmyndir.
    @Sigrun Halla: mer finnst mjog ahugaverd ritgerdin sem thu skrifadir og hefur eflaust verid gaman ad rannsaka tad.
    Eg hafdi rosa gaman af tessari rannsokn, en furdulega tha hafa ekki margar rannsoknir verid gerdar um tetta. Eda allavega ekki birtar a netinu.

    En takk takk fyrir kommentin:)
    @Iris: skulum reyna ad hafa fleiri DIY blogg. Gott ad fa komment um tad.

    -Svana

  11. Aslaug

    22. April 2010

    Ma&Pa gera þetta…Alveg hreint hrikalegt hahahahahha!

  12. Rakel

    22. April 2010

    Svana, tékkaðu líka á Ronan Keating og kjéllunni hans, þau eru víst afar lík í klæðarburði…:)

  13. Anonymous

    23. April 2010

    vá en skemmtilegt verkefni! Ég og systir mín gerum þetta grimmt… Alltaf að kaupa okkur eins föt. Vorum eitt sinn á sama tíma í sitt hvoru landinu og komum svo heim með eins föt sem við versluðum í H&M, mjög fyndið :)

  14. Lóa Fatumata

    23. April 2010

    Við Pétur eigum það til að gera þetta, en þó aldrei meðvitað. Eigum t.d nánast eins lopapeysur og endum oft með því að vera allt í einu komin í þær og í gallabuxur og strigaskó. Og mér finnst það bara skemmtilegt :)

  15. Anonymous

    24. April 2010

    Ég og Tanja kaupum okkur oft sömu fötin án þess að vita af því.. vorum reyndar verri hérna áður fyrr þegar við héngum saman uppá dag hehe.. lendum ekki eins mikið í þessu núna en samt aðeins of oft :)

    Gellurnar í brúnu kápunum með hliðartöskurnar og gömlu hjónin standa alveg uppúr á þessum myndum

    -KT

  16. Agla

    24. April 2010

    Mjög athyglisvert :)

    ég held að Bergur og ég séum of ólíkar týpur til að gera þetta.. hann vill falla í hópinn en ekki ég. Við eigum samt bæði lang mest af bláum fötum.. held það sé eina.

    En eitt mjög fyndið um daginn.. ég var að máta föt í HM í London og bað svo Berg að koma inn og sjá nýja dressið.. og hann alveg “já þú ert fín sko.. en má ég samt segja – þú ert alveg eins og Rakel”

    haha mér fannst það fyndið komment :)Rakel, þyrfti eiginlega að sýna þér dressið sem ég var í þegar hann sagði þetta :)

  17. ólöf

    2. May 2010

    gæti verið að ég sé svona með einhverjum af vinkonum mínum, held samt að ég og kærastinn minn séum ekki í þessu haha..þó við höfum verið saman í rúm 2 ár..en alveg aðrir hlutir farnir að líkjast kannski, meira hegðunartengt, veit ekki?

  18. ólöf

    2. May 2010

    kannski fyndið að ég og ein besta vinkona mín fórum með stuttu millibili í sitthvoru lagi í Kringluna..hittumst svo og þá áttum við sama blómakjólinn úr spútnik..:P samt klæðum við okkur ekkert svo líkt venjulega