Þegar kemur að heimilum þá einskorðast uppröðun og stílfærslur oft að mestu leyti við veggi heimilisins, líklegast afþví við erum vön því að þannig eigi hlutirnir bara að vera? Veggirnir eru til að mynda málaðir en loftin ekki (allavega ekki í lit). Ég fór í ótrúlega skemmtilega heimsókn í gær á einstaklega fallegt heimili þar sem loftin voru flest máluð og það í dökkum litum (ásamt veggjum reyndar). Það var nokkurskonar uppljómum fyrir mér, ég hef margoft séð slíkar útfærslur á netinu, og í unglingaherbergjum, en aldrei komið inná slíkt heimili. Mér leið samstundis vel þarna innan um alla þessa dökku liti þó að íbúðin hafi ekki verið stór, heimilið hélt betur utan um mann. Ég þarf klárlega að skoða þennan möguleika betur á framtíðarheimilum mínum.
Virkilega fallegt og hlýlegt.
Fyrir þá sem ekki eru mjög hrifnir af dökkum litum á veggjum og loftum þá er líka fallegt að mála í björtum lit.
Svo heillaðist ég uppúr skónum þegar ég rakst á þessa mynd. Flísalagt loft ásamt veggjum er ótrúlega fallegt og hreinlegt á sama tíma, flott lausn fyrir baðherbergi, og flottara eflaust því minna sem baðherbergið er!
Ég sé fyrir mér að þetta sé alveg málið í haust til að gera heimlið hlýlegra.
xx
Skrifa Innlegg